28 september 2011

What about breakfast ?... and second breakfast?

Þá er kötturinn hálfnaður! Er reyndar búið að vera léttara en ég bjóst við, ég viðurkenni allveg að suma daga er ég að springa því mig langar svo í eitthvað sem ég má ekki fá ... en ég troðið mig út af því rusli þegar ég er búin að standa á sviðinnu í nóvember!

Flestir sem þekkja mig vel vita að ég var algjört matargat, ég þráði og tilbað mat, sérstaklega ef það var eitthvað ostahúðað og vel salt! og ég gat borðað endalaust, og var venjulega með hendurnar í einhverju til að stinga upp í mig! Það var ekki að ástæðulausu sem kærastinn kallaði mig "litlu rjómabolluna sína" ;D 

Áður en ég byrjaði núna í Janúar þá var ég ekkert að pæla í samsetningunni á matnum sem ég var að fá mér, borðaði mjög óreglulega (og oft of fáar máltíðir á dag). Það sem ég borðaði helst var pasta með rjómasósum, djúpsteiktur matur (átti meira að segja djúpsteikingarpott), raspaður matur, og þess háttar, eitthvað sem auðvelt og fljótlegt var að elda! 


Í dag þá skipuleg ég mig fyrir tíman og elda fyrir næstu máltíðir! þar sem kötturinn má ekki fá neina oliusteikan, saltaðan eða unnin mat .. þá er take away kostirnir orðnir ansi fáir og guð hjálpi þér ef þú ætlar að versla þér nestið í skólasjoppunni, nema þú viljir bara skyr :D


Hérna er gróft plan sem ég fer eftir 
Morgunmatur: 30 gr hafrar/2xweetabix + prótein (ég fæ mér oft Hleðslu) 
Millimál: skyr og prótein eða ávöxtur og prótein (ég sleppi þessu oft því eg vakna svo seint)
Hádegismatur: 150 gr kjúlli og 100 gr kartöflur eða 4 eggjahvítna omiletta og rækjur/túnfiskur 
Millimál : 30 gr hafrar/2xweetabix + prótein (ég fæ mér oft Hleðslu)
Kvöldmatur: 150 gr kjúlli/nautalund og 100 gr kartöflur/hrisgrjón
Fyrir svefn: Prótein 

og svo má ekki gleyma fæðurbótarefnunum.


ég er að taka inn 
  • Whey prótein (fljót meltandi prótein til að hjálpa við vöðvauppbyggingu)
  • Lýsi (svo holt og gott, omega 3)
  • Amino Energy (til að fá orku í morgun brennsluna)
  • No Explode (aukin orka á lyftingaræfingar)
  • Zma (Róar líkaman og þú nýtir svefnin betur)
Ég er svo að fara að bæta við CLA eða hörfræar olíu .. þar sem það er farið að braka ansi vel í mér :D Þeir sem eru á þannig matarræði að þeir fá litla fitu úr matnum sjálfu þurfa að íhuga af því að taka hana inn (omega 3,6 og 9) til að smyrja liðinna :D


Eins og Katrín Eva sagði við mig í byrjun Kötts... "magavöðvar eru búnir til í eldhúsinu" :D og ég er ekki frá því að það sé bara rétt hjá henni. Maður getur djöflast eins og brjálæðingur í ræktinni en ef matarræðið saman stendur af burger og slice-um þá muntu ekki sjá jafn mikin árangur! 


ætla að fara að elda kjúllaréttinn sem Alma setti inn
*Uppskrift af Meinhollur kjúklingaréttur*

XOXO




4 ummæli:

  1. Estoy tan orgullosa de ti, que podría explotar jejeje:)

    SvaraEyða
  2. Flotta !
    Það er náttúrulega bara erfitt að ná að borða allar þessar máltíðir. 6x á dag er ekkert djók. Fólk heldur að maður sé ekki að borða neitt þegar maður er að borða stanslaust liggur við.

    SvaraEyða
  3. ahahah "átti meira að segja djúpsteikingarpott" vá finnst það alveg brilliant! Hvernig var svo kjúllinn?

    SvaraEyða
  4. heyrðu hann er nátturlega geðveikur :D kærastinn fílaði hann líka og ég þurfti ekki að elda tvöfaldan kvöldmat! ... verð samt að leggja hann á hillinua þar sem ég má ekki borða kotasælu í kötinu :(

    SvaraEyða