29 ágúst 2011

fyrsta mæling eftir kött

Ég fór að hitta hana Katríni Evu mína í dag !! sjúklega gaman og alltaf skemmtilegt að láta hana klípa í sig og pota!! í dag er 1 kg farið og er komin niður í 15,4% fitu ... skoo þetta er að hafast hjá mér!! :D er mjög sátt með árangurinn og vona bara að þetta gangi svonna vel áfram. Draumur í dós!

ég er búin að vera rosalega dugleg að halda mér við mitt matarprógram þó svo að mig langi venjulega frekar í matinn af disknum hans Óla!! en ég er þó venjulega ekki svöng, það er þá helst vegna þess að ég klára ekki allan matin minn í matartímanum á undan!

Ég fór líka í mátun fyrir bikinið og sundbolinn í seinustu viku og guð hvað það peppaði mann svakalega upp! enda hlakkar mig rosalega til að fá mina í hendurnar!

svo er ég komin með hugmynd af þema búning en .. hann er en í vinnslu ... þetta er allt að smella saman!




2 vikur af kötti búnar  búin að missa 1 kg og 1% fitu

24 ágúst 2011

Harfragrautur.

Hafrargrautur var eitthvað það ógeðslegasta sem ég gat hugsað mér (strax á eftir hákarl og súrum hrútspungum). Kærastinn fékk ekkert nema grettu og óhljóð þegar hann gúffaði í sig eini skál af höfrum ... ekki bara frá mér heldur flestum í minni fjölskyldu!

Í dag borða ég hafra allavega 2x á dag!!  og finnst hann bara nokkuð góður ... þarf nu samt að nota nokkur trix til að koma honum niður ... er ekki svo hardcora að geta borðað hann eintóman!

en það sem ég geri til að breyta þessu gumsi í gúmmelaði  er að bæta út í hann :

- banana
- epli
- epli og hnetusmjör
- ananas
- frosin jarðaber

og algjöört must : KANILL ... ég elska kanil! .. enda er hann hollur og eykur brennslu!



hendi inn mynd við tækifæri af gúmmelaðinu!



23 ágúst 2011

10 vikur !!

10 vikru í mót og ég á eftir að gera ALLT !! stressið er að síast inn, en ætla samt ekki að drepa mig úr því heldur taka þessu með ró og halda kúlinu!! .... niðurskurður gegnur ekki betur með magasár ... það er bókað!

ég átti svoldið erfitt með að venjast því fyrst að vigta matinn minn alltaf og vera alltaf að elda fyrir sjálfan mig ... þar sem ég má fá ofnsteiktan, soðin eða mat eldaðan upp úr non far cooking spray (Sem er besti vinur minn í augnablikinu!)

Litla systir mín, Andrea, vorkendir mér svo mikið stundum, því henni finnst fara svo lítið á diskinn hjá mér haha! en ég svelt sko alls ekki! borða 6 sinnum yfir daginn og stundum á ég erfitt að klára skammtinn!

fer til hennar Katrínar minna á Fimmtudaginn til að sjá hversu vel ég er búin að standa mig!  hef ekkert farið síðan í byrjun júlí svo ég býst við góðum tölum.
 
og svo fyrsti hittingur með henni Freydísi  saumakonu þá verður ákveðið snið, litur og allar mælingar teknar! svo þá fara hjólinn loksins að snúast


Hjúkkan byrjar líka á föstudaginn ... svo ég þar fað vera extra skipulögð næstu 10 vikurnar!!





22 ágúst 2011

Byrjunin

Jæja, búin að splæsa í bloggsíðu, ég mun aðalega fjalla um keppnirnar mína og hvað er í gangi hjá mér í öllu þessu ferli. Hugmyndinn kviknaði eftir að ég fór að spjalla við stelpurnar sem ég er að fara að keppa með í haust og fór að lesa blogginn þeirra

Ef einhver hafði sagt mér að ég væri að fara að standa upp á sviði fyrir framan tugi mans á litlu bikini þá hefði ég hleygið af honum og spurt hvort að hann væri ekki í lagi í hausnum!...

Hverning ég byrjaði : 
Þetta byrjaði allt þegar ég asnaðist til að fara á Bikarmótið 2010 í fitness og vaxtarrækt með kærastanum mínum. ég var búin að búa mig undir það að horfa á fullt af velskornum karlpening í litlum skýlum í 2 tíma .... en óboy hafði ég rangt fyrir mér... þegar ég sá skvísurnar sem löbbuðu inn á sviðið þá var ég eins og dáleidd. á leiðinni út tilkynti ég svo að ég ætlaði að ná mér í svonna kropp!

Eftir það var ekki aftur snúið! mótið var í nóvember, ég var búin að finna mér þjálfar í desember, hana Katrínu Evu og 06.01 var ég byrjuð að lyfta og hreinsa til í mataræðinu.

síðan þá ef ég búin að missa um 10 kg, búin að taka af mér yfir 40 cm og lækka fituprósentuna um 10%.

ég hefði aldrei getað gert þetta án hennar Katrínar! hún er algjört yndi! enda kom ekki annað til greina en að fá alvöru manneskju í þetta!


þetta sýnir 6 mánaða mun... myndinn vinstrameginn var tekinn í Janúar en Hægrameginn í Júni .... og síðan er maður spurður "HVERNING NENNIRU ÞESSU" ... hér er svarið!!

Ég er í besta formi lífs míns og ég bjóst aldrei við að ná þessum árangri á svonna stuttum tíma ... en þetta sýnir að það er hægt að gera allt!! ef viljinn er fyrir hendi!


Ég get ég skal ég vil