28 september 2011

What about breakfast ?... and second breakfast?

Þá er kötturinn hálfnaður! Er reyndar búið að vera léttara en ég bjóst við, ég viðurkenni allveg að suma daga er ég að springa því mig langar svo í eitthvað sem ég má ekki fá ... en ég troðið mig út af því rusli þegar ég er búin að standa á sviðinnu í nóvember!

Flestir sem þekkja mig vel vita að ég var algjört matargat, ég þráði og tilbað mat, sérstaklega ef það var eitthvað ostahúðað og vel salt! og ég gat borðað endalaust, og var venjulega með hendurnar í einhverju til að stinga upp í mig! Það var ekki að ástæðulausu sem kærastinn kallaði mig "litlu rjómabolluna sína" ;D 

Áður en ég byrjaði núna í Janúar þá var ég ekkert að pæla í samsetningunni á matnum sem ég var að fá mér, borðaði mjög óreglulega (og oft of fáar máltíðir á dag). Það sem ég borðaði helst var pasta með rjómasósum, djúpsteiktur matur (átti meira að segja djúpsteikingarpott), raspaður matur, og þess háttar, eitthvað sem auðvelt og fljótlegt var að elda! 


Í dag þá skipuleg ég mig fyrir tíman og elda fyrir næstu máltíðir! þar sem kötturinn má ekki fá neina oliusteikan, saltaðan eða unnin mat .. þá er take away kostirnir orðnir ansi fáir og guð hjálpi þér ef þú ætlar að versla þér nestið í skólasjoppunni, nema þú viljir bara skyr :D


Hérna er gróft plan sem ég fer eftir 
Morgunmatur: 30 gr hafrar/2xweetabix + prótein (ég fæ mér oft Hleðslu) 
Millimál: skyr og prótein eða ávöxtur og prótein (ég sleppi þessu oft því eg vakna svo seint)
Hádegismatur: 150 gr kjúlli og 100 gr kartöflur eða 4 eggjahvítna omiletta og rækjur/túnfiskur 
Millimál : 30 gr hafrar/2xweetabix + prótein (ég fæ mér oft Hleðslu)
Kvöldmatur: 150 gr kjúlli/nautalund og 100 gr kartöflur/hrisgrjón
Fyrir svefn: Prótein 

og svo má ekki gleyma fæðurbótarefnunum.


ég er að taka inn 
  • Whey prótein (fljót meltandi prótein til að hjálpa við vöðvauppbyggingu)
  • Lýsi (svo holt og gott, omega 3)
  • Amino Energy (til að fá orku í morgun brennsluna)
  • No Explode (aukin orka á lyftingaræfingar)
  • Zma (Róar líkaman og þú nýtir svefnin betur)
Ég er svo að fara að bæta við CLA eða hörfræar olíu .. þar sem það er farið að braka ansi vel í mér :D Þeir sem eru á þannig matarræði að þeir fá litla fitu úr matnum sjálfu þurfa að íhuga af því að taka hana inn (omega 3,6 og 9) til að smyrja liðinna :D


Eins og Katrín Eva sagði við mig í byrjun Kötts... "magavöðvar eru búnir til í eldhúsinu" :D og ég er ekki frá því að það sé bara rétt hjá henni. Maður getur djöflast eins og brjálæðingur í ræktinni en ef matarræðið saman stendur af burger og slice-um þá muntu ekki sjá jafn mikin árangur! 


ætla að fara að elda kjúllaréttinn sem Alma setti inn
*Uppskrift af Meinhollur kjúklingaréttur*

XOXO




26 september 2011

Ný mæling !

Ég fór í mælingu í dag og er gjörsamlega himinlifandi!! ég mældist 13,8% og 56,4 kg ... sem þýðir að ég er búin að bæta á mig 400 gr en missa -1,6% sem ég tel nú bara nokkuð gott!! 

Núna fer í mælingu á sirka 2 vikna fresti hjá henni Katrínu sem verður æði !! verður algjör orkusprauta í rassinn til að fá sem bestar niðurstöður í hvert skipti! 
er orðin háð mottoum ... þetta er eitt af uppáhalds!

Ég tók líka þá ákvörðun í vikunni að ég ætla bara að keppa á Bikarmótinu hjá IFBB, það er nefnilega það félag sem mig langaði alltaf að fara meira í og því miður er þáttökugjaldið hjá WBFF allt of hátt og ég bara hreinlega tími því ekki bara til að prufa það!

Þaö sem tekur við núna hjá mér er nátturlega að halda áfram að djöflast í ræktinni og borða kjúklinginn minn :D  ásamt því að ég þarf að fara að vinna í þessum blessuðupósum ... flugeðlan verður ekki tekin upp á sviði ... því skal ég lofa ykkur!

Ég fór líka í mat til mömmu um daginn og hún gerði þennan brjálað góða kjúlla fyrir mig !! 

2 (sirka 150 gr) kjúllabringur
paprika
laukur
sveppir
1 tsk Hunang
Vatn 

Steikið kjúklingabringurnar á pönnu (helst án olíu) og kryddað eftir smekk (t.d. pipar og hvítlauksduft), bætið svo við grænmetinu og steikið í smá stund í viðbót, hunangi og vatni bætt við og látið sjóða í sirka 10 mín 

Mamma var svo mikið krútt að hún sauð bæði hrísgrjón og kartöflur því hún var ekki viss um hvort ég mæti fá ... er hægt að biðja um betri mömmu?? 

annars fæ ég brjálæðislegan stuðning frá fjölskyldunni minni og kærastanum ... ég gæti þetta aldrei án þeirra!! 
en þetta verður ekki lengra í bili :D

 


23 september 2011

pósur pósur pósur!!!

jæja þá er ég komin á flug aftur ... byrjuð á pósunámskeiðinnu í síðustu viku og geng núna á milli spegla og skoða stöðuna og flexa vöðvana ... já hæ! ég er lame gellan í WC kringlunni!

Æfinginn skapar sko meistaran og ég held að ég þurfi að setja í flug gírinn í þeim efnum ásamt brennslunni ... er búin að vera slök við hana undanfarið!! Finnst bara svo miklu skemmtilegra að lyfta.

jæja svo er það bara mæling á Mánudaginn hlakka alveg sjúkt til! vonandi verða niðurstöðurnar góðar!!

endilega ef þið hafið spurningar að henda þeim í formspringið mitt :D sem er hér til hliðar!

en ætla að skella inn nokkrum kroppa myndum í lokinn !!

Rassa pósan

hliðar ... ekki mikil munur ;/
þessi pósu kalla ég flugeðlan ... þarf að læra að setja axlirnar aftur

  









hah! þarf að æfa collgate-ið




15 september 2011

Að hætta eða ekki hætta

Síðasta vika er búin að vera brjálæðislega erfið! Byrjaði á því að vorkenna mér að meiga ekki borða hitt og þetta og endaði svo á því að ná mér í kvef, hita, hósta og skemmtilegheit ... eftir það fór sjálfsvorkunnin í botn !!

ég held ég sé búin að hætta við svonna milljón sinnium á síðustu viku og sendi þjálfaranum mínum þvílíka uppgjafar mail því ég sá engan árangur, var búin að þyngjast aftur og var líklegast bara að leita af leið út!

Katrín Eva tekur ekkert svonna bull í mál og sendi mér andrenalín sprautu beint í rassinn! 

Alexandrea skrifaði  þennan brjálað flotta pistil !! Eftir að hafa lesið hann þá sá ég ljósið aftur! Mundi afhverju í ósköpunum ég er að þessu ... og maður uppsker svo sannarega því sem maður sáir

Alexandra Sif er ein af mínu stæðstu fyrirmyndum, bara allveg frá því ég byrjaði í þessu í Janúar hef ég fylgst með henni, og ætlað að gera allt eins og hún! ... hún hefur afrekað svo mikið þrátt fyrir að hafa ekki verið nema ár í þessu, hún hefur t.d. tekið þátt á 2 mótum innanlands, og komst í 4 sæti(*leiðrétting; var í 8 sæti á Arnold en 4 sæti á Íslandsmeistar mótinu*) á Arnold Classic.  Ég ætla að fá að setja inn mynd afhenni sem heldur mér svo sannarlega við efnið (vona ef það sé í lagi )

Bakið á Alexöndru, sjáið þetta mitti!



Nú verður bara haldið áfram af skera niður á fullu og æfa mig að ganga á hælunum sem ég fékk í gær frá útlöndum! er að fíla þá í tætlur og eru miklu þægilegri en ég bjóst við ... bara 8 vikur í mót svo ég verð að vera extra duleg ef ég ætla ekki að detta á sviðini !
ást á þá ;*


 og svo tók ég myndir af bumbuni á þriðjudaginn ... eginlega engin breyting frá því síðast ... en þetta fer allt að koma!


Þangað til næst :D

07 september 2011

breytar matarvenjur

Þeir sem þekkja mig vel geta fullyrt með mér að ég er algjööört matargat! Ég er algjör sælkeri og veit fátt betra en að fá mér góðan mat, stend stundum sjálfa mig af því að dilla mér ef ég fæ eitthvað sem mér finnst extra gott, eins og pylsur!

Eftir að ég tók matarræðið í gegn, fór ég að borða reglulega og eldaði hollari mat fyrir okkur Óla. Það gekk líka svonna þrusu vel, kallinn vel sáttur með breytingarnar (ekkert brauð, rjómi, pasta heldur bara kjöt og kartöflur). Ég gleymi samt aldrei þegar ég fór í mælingu til hennar Katrínar minnar og hún gapti bara á matardagbókina mína og skildi ekkert í því hverning ég kom öllu þessu niður en var samt að grennast og breyta vöðva í fitu! hehe!

Núna eru rúmar 3 vikur búnar af niðurskurðinum, þar sem matarræðið tók en eitt stökkið !! út með allt steikt, salt, olíu, sósur, kolventi í hóflegu magni, bara magurt kjöt og lítlar sem engar mjólkurvörur). Þar sem ég nenni ekki alltaf að elda tvöfaldar máltíðir hefur Óli minn næstum því dáið úr næringarskorti! þannig að ég tók mig til og eldaði veislu máltíð handa honum í kvöld, mér fannst samanburðurinn á máltíðunum svo hrikalega fyndinn að ég ákvað að deila honum með ykkur 

Matseðillin var 
Fyrir mig :130 gr Nautakjöt, 100 gr kartöflur og létt steikt grænmeti (með non fat cooking spray) og banani í eftirrétt :D

Óla réttur : 2x lambakjötsneiðar, rjómasósa með smjör steiktum sveppum, grænmeti og kartöflur.
 

það er semsagt smá munur!! haha!
Niðurskurðurinn gengur betur en ég bjóst við, þetta er samt rugl erfitt sérstaklega ef þú ert að fara að borða 5 skiptið í röð af kjúkling með sætum kartöflum.  
Um daginn fór ég reyndar næstum að grenja þegar Óli var með lasagna en ég með soðin fisk... en stelpurnar mínar í módel fitnessinu hughreystu mig og ég er komin tvíelfd til baka! Rosalega mikilvægt að hafa svonna gott stuðnings lið við bakið á sér ... og ekki verra að þær eru flestar að ganga í gegnum nákvæmlega það sama og ég. 

Já og svo er ég búin að panta mér skóna ... eru að koma til mín vonandi um miðjan mánuð!! þeir eru sjúkir!

See you later!