25 janúar 2012

Strong is the new skinny,

Quote eftir Jennifer Nicole Lee

Ég var oft spurð af því þegar ég var í niðurskurði hvort ég ...
  • væri ekki hrædd um að fá anorexiu/bulemiu
  • hvort ég myndi aldrei borða óhollt 
  • hvor mig langaði ekki í það sem var á boðstólnum 
  • afhverju ég drykki ekki áfengi
Og svörin við því eru nei, ég er ekki hrædd um að fá anorexiu, jú ég borða oft óhollt, jú mig langaði oft í lasagnað sem ég eldaði handa kærastanum mínum á meðan ég sat með kjúlla og sætar kartöflur og með áfengið þá týmdi ég ekki að vera að drekka allar þessar kaloríur því ég er full fær um að skemmta mér edrú :D fékk mér frekar bara snickers og diet kók! 

mmm..
Fitnessið er fyrst og fremst lífstíl, það er engin í þessu af hálfum hug því þú þarft að leggja líkama og sál í þetta til að ná árangri.  Margir halda að þetta snúist bara um að borða lítil, hreyfa sig mikið og dilla sér upp á sviði í efnislitlu bikini (ég var þeirra skoðunar fyrst) en þetta er bara svo mikið meira, því hugurinn þarf að vera 150% svo allt gangi upp.

Sjálfsagi er eitthvað sem kemur með tímanum og vantar mér helling upp á minn, þó svo að hann er mun meiri en þegar ég byrjaði í þessu. Ég geri þetta ekki fyrir neinn annan en sjálfan mig og ef ég ætla ekki að gera þetta almenilega þá get ég bara sleppt þessu!

Við erum jú mannleg, og það kemur fyrir að maður fái samviskubit yfir því sem maður borðaði eða hvesru latur maður var þann daginn en þá þýðir heldur ekkert að finna einhverjar afsakanir um að þetta var svonna eða hinsvegin. Þá er mikilvægt að muna að það kemur dagur eftir þennan dag, og því um að gera að koma sterkari inn og læra að mistökunum sínum. 

Ég hef tekið eftir því núna undanfarið að stelpur sem eru í góðu formi, skornar og með fallegan vöðvamassa á sér er næstum því drekkt í einhverjum skítakommentum um að þetta sé ekki fallegt, kvennlegt, hvernig þær geta farið svonna illa með likaman sinn, þær séu með anorexíu eða allt of horaðar. En guð forði okkur frá því að commenta eitthvað um holdarfar stúlkna sem eru í oþyngd. 
Grannt módel
Katín Edda, sigurvegarin í sínum flokki :D
































Ég veit ekki alveg hver megin línan í þessu bloggi er ... en langaði skella því inn því það summar svoldið upp hvað ég er búin að vera að pæla undanfarnar vikur


þanngað til næst ! :D

09 janúar 2012

Mission hot body !

nýtt ár - ný markmið - nýjar hindranir 

árið 2012 er búið að fara heldur erfiðlega af stað ... er enþá að rétt af mataræðið og er heldur ekki komin á fullt skrið í ræktinni.   en engar afsakanir, Just do it !! nú verður allt sett á fult til að fá beach body fyrir sumarið.  

Þetta er ágætis spark í rassinn!
Ég er því miður ekki að fara að taka þátt í Módel fitnessinu núna í apríl vegna þess að ég komst áfram í hjúkkuni og ætla ég að einbeita mér af henni þessa önnina. En á meðan verður grimm uppbygging í gangi, ég vona bara  að það gangi vel hjá mér þar sem ég er líka hætt hjá elsku Katrín minni! Hún hefur kennt mér heilmikið á þessu ári sem ég var hjá henni og mun ég nýta mér það til fulls! 

Í dag var mission Hot body sett í gang! Í lok maí á að vera flottur kúlurass og mót fyrri sixpacki á þessum kropp! og því ætla ég að setja inn nokkrar hrikalegar rassaæfingar! 

Larissa Reis IFBB Pro
Þessi gyðja er með rass fyrir allan peniginn, og er ein af flottustu píunum í þessum bransa!  

Fy1. stand up í smith tæki, eða larissa reis æfingin eins og ég kalla hana!  Ég byrja alltaf á þessari og tek hana eins oft og ég get 12-15 rep í hverju setti.  Þegar ég bryjaði á þessari notaði ég pall með 4 hækkunar plötun undir, það er aðeins lægra en bekkurinn og því aðeins auðveldara :D


2. good morning, hún reynir mjög vel á hamsting vöðvanna :D svo maður fær allveg ekta sviða í vöðvana ... LOVE IT! Passa þarf vel upp á bakið í þessari æfingu og hafa magavöðvana vel spennta til þess að fá ekki illt í mjóbakið.  fá rep en mörg sett



3. Stiff, Uppáhalds æfingin mín, hún er svipuð og deadlift nema maður beygir sig ekki í hnjánum og reynir því meira á rass og ham. fá rep og mörg sett


4.Hnébeygja. þetta er einhver leiðinlegasta æfing sem ég veit um! en hvað gerir maður ekki fyrir braselískan rass?? um að gera að taka mjög þungt hér og fá rep! Passa þarf vel upp á formið í þessari stöðu! Mér finnst best að gera þær í Smith vélinni, það er aðeins auðveldara því þá fær maður stuðning í bakið en maður kemst eining neðar! 


svonna til að enda þetta blogg ætla ég að henda inn link á viðtal við Larissu Reis með æfingarplaninu hennar og matarplani :D viðtal við Larissu

xoxo