30 nóvember 2011

Stigin komin í hús

jæja þá erum við loksins búin að fá að vita sætisröðuninna okkar og var ég í 12 sæti af 13 mögulegum.
sem þýðir allveg hellings bætingar sem þarf að gera fyrir næsta mót.  Ætla pæla í því betur eftir prófin hvort að það verði í apríl 2012 eða nóvember 2012.

Lífið eftir keppnina hefur verið annars samt því prófaundirbúningurinn skall á strax eftir mótið, svo það er ekki logn molla hjá mér þessa dagana ... fór sumsé úr kött í nörd !  núna er allt farið á fullt og stressið farið að segja til sýn, enda byrja þau á föstudaginn!

mataræðið hefur ekki verið upp á sitt besta, erfitt að smella sér í rútinina aftur og hef ég varla orku í ræktinna!

en sjaumst eftir próf!!

20 nóvember 2011

uppgjörið!!

Nú er keppnisdagurinn komin og farin, guð hvað hann leið hratt.

Þessi svaðil för hefur gegnið eins og í sögu, þrátt fyrir nokkra uppgjafartóna ;)

Mér finnst eins og það hafi verið í síðasta mánuð sem ég stóð á nærbrókinni inn í stofu hjá Katrín Evu með minnst sjálftraust í heimi og leið virkilega illa i eigin líkama!.  Hún er nátturulega yndisleg í alla staði og ekki af ástæðulausu sem ég valdi hana sem þjálfara. Hún er sjálf íslandsmeistari í fitness 2009 og vann sinn flokk á Arnold Classic 2010, svo þessi kroppur veit hvað hann syngur. Ef þið hafið áhuga á því að kynna ykkur fjarþjálfuninna hennar þá er bara að klikka HÉR

Þessi mynd er tekin í Janúar 2010. Hér er næstum því ár síðan ég hætti að reykja og uppgvötaði ást mína á mat aftur. Fór úr rúmum 58 kg í 66 kg á 5 mánuðum og sprengdi af mér allan fataskápin minn.
Ég er búin að vera að undirbúa mig fyrir mótið í 11 mánuði núna. tók ákvörðun um að keppa í nóvember 2010 eftir að hafa mætt á mitt fyrsta fitness mót en kroppamótuninn byrjaði ekki fyrr en 7 jan með fyrstu mælingunni minni, þá var ég 66 kg og 26,97% fita. 
lítil bolla

Eins og sést á þessum myndum þá leið mér alls ekki vel í eigin skinni.  Að vera í fjarþjálfun hjá Katrínu er ekkert djók og hún lætur mann byrja púla strax á fyrsta degi, enda hefði ég ekki náð mínum árangri án þess.  Markmiðið fyrst var að minnka fitu og byggja upp vöðva til að fá einhvað mót á líkaman.

Mikil munur frá því í febrúar.

Í lok águst byrjaði ég svo í niðurskurðil, hérn er ég orðin  sátt við flest á líkamanum (það má alltaf bæta sig) en ég var komin niður í þá þyngd og fituprósetnu sem ég vil vera í eða 56 kg og 15,4% fita. hérna var ég farin að fara í ræktinna 2 sinnum á dag og var á ströngu mataræði, þó alltaf með mína himnesku nammidaga! 

Mótið sjálft var draumur, mætti í miklu stressi á forkeppnina með stóran og þungan kvíðahnút í maganum!  Í fyrstu innkomu var T-ganga í íþróttafötum, stressið var of mikið svo ég man ekki einu sinni eftir því, en ég var of snögg og því voru pósurnar mínar og gangan ekki nógu góð! 

Önnur innkoma var svo í bikini. Nú var mesta stressið farið og ég hlakkaði virkilega til að koma aftur fram. Ég var kölluð upp einu sinni sem er persónulegur sigur. 
Eftir þessa lotu fór ég myndartöku hjá Gunnar Reyr, mér hefur aldrei liðið jafnvel í myndartöku og hjá honum. Ég fæ vonandi myndirnar í næstu viku og mun ég henda inn sýnishorni hér :D. 
Fram pósa

Aftur pósa

Sundbolalotan var svo um kvöldið. Í þessari innkomu var ég eiginlega ekkert stressuð og naut mín í botn á sviðinnu. Held að ég hafi aldrei verið jafn sátt með sjálfa mig og akkúrat þá. 

HÉR  má svo sjá öll úrslit :D

Ég lærði heilmikið af þessu og mun nýta mér það allt til að koma sterk inn á páskamótið 2012!!! þá verður sko farið heim með medalíu!
XOXO

08 nóvember 2011

10 dagar í mót

Nú eru þetta allveg að fara að skella á :D!!

síðustu tvær vikur eru búnar að vera erfiðar og hausinn ekki allveg á þeim stað sem hann á að vera ... og það sást á mælingunum ... missti aðeins 0,2% núna þessa vikurnar! ... en það þýðir ekki að maður geti ekki ennþá náð lestinni!! ónei maður þarf bara að rífa sig upp og henda sér um borð aftur!! 

Þessi vika mun einkennast af brennslu, lyftingum og prófalestri (þar sem prófin byrja stuttu eftir mótið) og næsta vika verður meira chill, enda þar verða 3 kolvetnisvelt dagar með uppáhaldinu mínu BROKKOLÍ og engin nammidagur!! ohboy! svo að orkan mun ekki vera mikil.

Núna fer líka dekrið að byrja, klipping og litun á Hairdoo núna á föstudaginn!  þið ættuð að kíkja á heimasíðuna þeirra, eru með geðveikar jólapakka frá Tigi og klippingu og litun á æðislegu verði! og svo er ég líka komin með baðstofu aðgang í World Class laugum!

ég fékk Bikiniið mitt frá Freydísi núna um helgina, sem er án efa það fallegasta sem ég hef séð!! ég veit að ég sagði í síðasta pósti að ég ætlaði ekki að setja inn myndir af mér fyrr en á keppnisdag en ég bara stenst ekki mátið!!


WBFF mótið var núna síðustu helgi og komst ég því miður ekki að sjá það live en  ég fylgdist vel með á netinu. Það voru 5 stelpur að keppa sem er í þjálfun hjá Katrínu Evu Skrokkamömmu, .... ég viðurkenni að ég hefi allveg verið til í að standa þarna með þeim, en svonna er þetta bara!! maður fær ekki allt sem maður vill!!

Aldís, Magga Gnarr, Sandra, Dagbjört og Margrét skrokkabörn

Keppninn mín er núna 19 nóvember ... bara 10 dagar í þetta!
Mamma er búin að standa við bakið á mér eins og klettur.  Haldið brjálaðar hvattningar ræður og komið mér áfram í gegnum þetta, Hún fer með mér í mælingarnar og hlustar á röflið í mér daginn út og daginn inn... hún kæmi líklegast með mér upp á sviðið ef hún mætti það !! :*
þetta aldrei hægt nema með góðum stuðning frá sínum nánustu!! eða ég hefði alla vega ekki getað það :D

 
XOXO