08 nóvember 2011

10 dagar í mót

Nú eru þetta allveg að fara að skella á :D!!

síðustu tvær vikur eru búnar að vera erfiðar og hausinn ekki allveg á þeim stað sem hann á að vera ... og það sást á mælingunum ... missti aðeins 0,2% núna þessa vikurnar! ... en það þýðir ekki að maður geti ekki ennþá náð lestinni!! ónei maður þarf bara að rífa sig upp og henda sér um borð aftur!! 

Þessi vika mun einkennast af brennslu, lyftingum og prófalestri (þar sem prófin byrja stuttu eftir mótið) og næsta vika verður meira chill, enda þar verða 3 kolvetnisvelt dagar með uppáhaldinu mínu BROKKOLÍ og engin nammidagur!! ohboy! svo að orkan mun ekki vera mikil.

Núna fer líka dekrið að byrja, klipping og litun á Hairdoo núna á föstudaginn!  þið ættuð að kíkja á heimasíðuna þeirra, eru með geðveikar jólapakka frá Tigi og klippingu og litun á æðislegu verði! og svo er ég líka komin með baðstofu aðgang í World Class laugum!

ég fékk Bikiniið mitt frá Freydísi núna um helgina, sem er án efa það fallegasta sem ég hef séð!! ég veit að ég sagði í síðasta pósti að ég ætlaði ekki að setja inn myndir af mér fyrr en á keppnisdag en ég bara stenst ekki mátið!!


WBFF mótið var núna síðustu helgi og komst ég því miður ekki að sjá það live en  ég fylgdist vel með á netinu. Það voru 5 stelpur að keppa sem er í þjálfun hjá Katrínu Evu Skrokkamömmu, .... ég viðurkenni að ég hefi allveg verið til í að standa þarna með þeim, en svonna er þetta bara!! maður fær ekki allt sem maður vill!!

Aldís, Magga Gnarr, Sandra, Dagbjört og Margrét skrokkabörn

Keppninn mín er núna 19 nóvember ... bara 10 dagar í þetta!
Mamma er búin að standa við bakið á mér eins og klettur.  Haldið brjálaðar hvattningar ræður og komið mér áfram í gegnum þetta, Hún fer með mér í mælingarnar og hlustar á röflið í mér daginn út og daginn inn... hún kæmi líklegast með mér upp á sviðið ef hún mætti það !! :*
þetta aldrei hægt nema með góðum stuðning frá sínum nánustu!! eða ég hefði alla vega ekki getað það :D

 
XOXO

2 ummæli:

  1. mamma þín er náttúrlega bara yndisleg :)

    SvaraEyða
  2. áfram þú! stutt til stefnu! :D
    mössum þetta :D

    SvaraEyða