27 desember 2011

litli stripparinn minn og jólin.

jæja nú er ég búin að vera sjúklega léleg að blogga, einfaldlega vegna tímaskorts og leti!. 

Ég verð að fá að monnta mig af litlu systur minni! Andrea er buin að vera að æfa súludans /súlufitness í næstum hálft ár núna, og hún er þannig manneskja að ef hún er að gera eitthvað sem hún hefur áhuga á þá tekur hún það 110%

Hún er gott dæmi um það hvað hreyfing skiptir miklu máli! og hversu mikilvægt það er að finna sér hreyfingu sem manni finnst skemtileg og hefur áhuga á. Ég veit ekki hversu marga ég þekki sem rembast eins og rjúpa við staur að vera í ræktinni en hafa 0 áhgua og nennu í það og á endanum gefast þeir upp og fara aftur í sama farið! Andrea var ein af þeim, henni fannst fínt að mæta í nokkra tíma eins og body combat/body jam, en það að fara á hlaupabrettið eða lyfta var ekkert spennandi.  Hún ákvað þá að taka annan pól á þetta og prufaði súluna, og gjörsamlega féll fyrir henni! núna er hún jafn óþolandi og ég og talar ekki um annað! :D 

Við systur á góðum degi.

Áður en hún fann súluna þá var hún frekar mikil bolla og var með mjaðmir og læri fyrir allan peninginn! klæddi sig í frekar pokaleg föt og huldi alltaf á sér hendurnar! Í dag er hún algjör BOMBA og þó svo að við djókum með að hún sé bumbalicius þá er kjella bara komin með flatan maga og fallegar línur!


Vonandi fæ ég að henda í videóinu af atriðinu hennar fljótlega hingað inn :D því hún var rugl flott og ég er stoltasta stóra systir sem til er! 
Jæja þá er komið af JÓLUNUM! sælir hvað maður borðaði mikið enda er magin á mér þrefaldur af rektu kjöti og miklu salt áti! svo ég ætla að taka svonna semí vatnslosun til að hreinsa líkamann við allt þetta salt! og vonandi hverfur bjúgurinn við það!


Ræktin er því miður búin að sitja á hakanum hjá mér núna um jólin en það verður tekið á því strax í dag. Er búin að bæta á mig 5 kg eftir keppni og ætla ég ekki að bæta neitt mikið meira á mig! En þessi 5 kg eru mjög velkomin því ég er miklu orkumeiri og hef mun meira úthald en þegar ég var lítil köttur!

Planið næstu vikur og mánuð er bara hardcore uppbygging, get ekki annað fyrst ég fékk yndislega bleika og fallega ræktartösku frá elskulegu systur minni ;*

XOXO

30 nóvember 2011

Stigin komin í hús

jæja þá erum við loksins búin að fá að vita sætisröðuninna okkar og var ég í 12 sæti af 13 mögulegum.
sem þýðir allveg hellings bætingar sem þarf að gera fyrir næsta mót.  Ætla pæla í því betur eftir prófin hvort að það verði í apríl 2012 eða nóvember 2012.

Lífið eftir keppnina hefur verið annars samt því prófaundirbúningurinn skall á strax eftir mótið, svo það er ekki logn molla hjá mér þessa dagana ... fór sumsé úr kött í nörd !  núna er allt farið á fullt og stressið farið að segja til sýn, enda byrja þau á föstudaginn!

mataræðið hefur ekki verið upp á sitt besta, erfitt að smella sér í rútinina aftur og hef ég varla orku í ræktinna!

en sjaumst eftir próf!!

20 nóvember 2011

uppgjörið!!

Nú er keppnisdagurinn komin og farin, guð hvað hann leið hratt.

Þessi svaðil för hefur gegnið eins og í sögu, þrátt fyrir nokkra uppgjafartóna ;)

Mér finnst eins og það hafi verið í síðasta mánuð sem ég stóð á nærbrókinni inn í stofu hjá Katrín Evu með minnst sjálftraust í heimi og leið virkilega illa i eigin líkama!.  Hún er nátturulega yndisleg í alla staði og ekki af ástæðulausu sem ég valdi hana sem þjálfara. Hún er sjálf íslandsmeistari í fitness 2009 og vann sinn flokk á Arnold Classic 2010, svo þessi kroppur veit hvað hann syngur. Ef þið hafið áhuga á því að kynna ykkur fjarþjálfuninna hennar þá er bara að klikka HÉR

Þessi mynd er tekin í Janúar 2010. Hér er næstum því ár síðan ég hætti að reykja og uppgvötaði ást mína á mat aftur. Fór úr rúmum 58 kg í 66 kg á 5 mánuðum og sprengdi af mér allan fataskápin minn.
Ég er búin að vera að undirbúa mig fyrir mótið í 11 mánuði núna. tók ákvörðun um að keppa í nóvember 2010 eftir að hafa mætt á mitt fyrsta fitness mót en kroppamótuninn byrjaði ekki fyrr en 7 jan með fyrstu mælingunni minni, þá var ég 66 kg og 26,97% fita. 
lítil bolla

Eins og sést á þessum myndum þá leið mér alls ekki vel í eigin skinni.  Að vera í fjarþjálfun hjá Katrínu er ekkert djók og hún lætur mann byrja púla strax á fyrsta degi, enda hefði ég ekki náð mínum árangri án þess.  Markmiðið fyrst var að minnka fitu og byggja upp vöðva til að fá einhvað mót á líkaman.

Mikil munur frá því í febrúar.

Í lok águst byrjaði ég svo í niðurskurðil, hérn er ég orðin  sátt við flest á líkamanum (það má alltaf bæta sig) en ég var komin niður í þá þyngd og fituprósetnu sem ég vil vera í eða 56 kg og 15,4% fita. hérna var ég farin að fara í ræktinna 2 sinnum á dag og var á ströngu mataræði, þó alltaf með mína himnesku nammidaga! 

Mótið sjálft var draumur, mætti í miklu stressi á forkeppnina með stóran og þungan kvíðahnút í maganum!  Í fyrstu innkomu var T-ganga í íþróttafötum, stressið var of mikið svo ég man ekki einu sinni eftir því, en ég var of snögg og því voru pósurnar mínar og gangan ekki nógu góð! 

Önnur innkoma var svo í bikini. Nú var mesta stressið farið og ég hlakkaði virkilega til að koma aftur fram. Ég var kölluð upp einu sinni sem er persónulegur sigur. 
Eftir þessa lotu fór ég myndartöku hjá Gunnar Reyr, mér hefur aldrei liðið jafnvel í myndartöku og hjá honum. Ég fæ vonandi myndirnar í næstu viku og mun ég henda inn sýnishorni hér :D. 
Fram pósa

Aftur pósa

Sundbolalotan var svo um kvöldið. Í þessari innkomu var ég eiginlega ekkert stressuð og naut mín í botn á sviðinnu. Held að ég hafi aldrei verið jafn sátt með sjálfa mig og akkúrat þá. 

HÉR  má svo sjá öll úrslit :D

Ég lærði heilmikið af þessu og mun nýta mér það allt til að koma sterk inn á páskamótið 2012!!! þá verður sko farið heim með medalíu!
XOXO

08 nóvember 2011

10 dagar í mót

Nú eru þetta allveg að fara að skella á :D!!

síðustu tvær vikur eru búnar að vera erfiðar og hausinn ekki allveg á þeim stað sem hann á að vera ... og það sást á mælingunum ... missti aðeins 0,2% núna þessa vikurnar! ... en það þýðir ekki að maður geti ekki ennþá náð lestinni!! ónei maður þarf bara að rífa sig upp og henda sér um borð aftur!! 

Þessi vika mun einkennast af brennslu, lyftingum og prófalestri (þar sem prófin byrja stuttu eftir mótið) og næsta vika verður meira chill, enda þar verða 3 kolvetnisvelt dagar með uppáhaldinu mínu BROKKOLÍ og engin nammidagur!! ohboy! svo að orkan mun ekki vera mikil.

Núna fer líka dekrið að byrja, klipping og litun á Hairdoo núna á föstudaginn!  þið ættuð að kíkja á heimasíðuna þeirra, eru með geðveikar jólapakka frá Tigi og klippingu og litun á æðislegu verði! og svo er ég líka komin með baðstofu aðgang í World Class laugum!

ég fékk Bikiniið mitt frá Freydísi núna um helgina, sem er án efa það fallegasta sem ég hef séð!! ég veit að ég sagði í síðasta pósti að ég ætlaði ekki að setja inn myndir af mér fyrr en á keppnisdag en ég bara stenst ekki mátið!!


WBFF mótið var núna síðustu helgi og komst ég því miður ekki að sjá það live en  ég fylgdist vel með á netinu. Það voru 5 stelpur að keppa sem er í þjálfun hjá Katrínu Evu Skrokkamömmu, .... ég viðurkenni að ég hefi allveg verið til í að standa þarna með þeim, en svonna er þetta bara!! maður fær ekki allt sem maður vill!!

Aldís, Magga Gnarr, Sandra, Dagbjört og Margrét skrokkabörn

Keppninn mín er núna 19 nóvember ... bara 10 dagar í þetta!
Mamma er búin að standa við bakið á mér eins og klettur.  Haldið brjálaðar hvattningar ræður og komið mér áfram í gegnum þetta, Hún fer með mér í mælingarnar og hlustar á röflið í mér daginn út og daginn inn... hún kæmi líklegast með mér upp á sviðið ef hún mætti það !! :*
þetta aldrei hægt nema með góðum stuðning frá sínum nánustu!! eða ég hefði alla vega ekki getað það :D

 
XOXO

27 október 2011

Myndir 3 vikur og 2 dagar í mót

ákvað að henda inn myndum í seinasta skipti fyrir mót :D

svo hérna koma þær !!  er orðin nokkuð sátt með útkomuna!

bakpósan



frampósa með lötsum

módelfitness fram pósa

Hlið

25 október 2011

4 vikur


Núna er farið að styttast í keppninna!! Var í mælingu í gær og mér gegnur líka bara svonna brjálæðislega vel... hef 4 vikur til að taka af mér 1% af fitu (til þess að ná fituprósentunni sem ég ætla að vera í) en það ætti allveg að vera vel gerlegt þar sem ég er búin að vera að losa mig við 1% á tveggja vikna fresti núna í köttinum.  Hendi inn nýjum myndum við tækifæri :D

Ég brenni mig oft á því að hugsa bara um það að halda mataræðinu 100% og mæta á æfingarnar mínar ... en fitnessið snýst um svo miklu fleiri hluti en bara það tvennt. huga þarf að húð, útgeislun, almenu útliti og almenri heilsu, s.s. svefn. 

Helsta vandamálið hjá mér núna er að stinna húðina :D ... ég er með svo ofboðslega teygjanlega húð að hún er ekki að skreppa jafn mikið saman og mér þóknast og datt mér því í hug að deila með ykkur því sem ég fann til að stykja og stinna húðnna !
  • stinnandi krem. eins og til dæmis frá Nivea eða harbalife ... sagt að maður eigi að sjá mun eftir 2 vikur.  Smellið hér til að lesa ummæli og aðeins um Nivea kremið.
  • Ultratone, blöðkur sem hrista og örva húðinnia og vöðvanna undir.  5 tíma kort kostar 12.500 en það er frír prufutími svo það er um að gera að gá hvort að þetta henntar fyrri mann sjálfan, hver tími tekur hálftíma. Sjá heimasíðu
  • Örva húðina á hverjum degi með kornasápu eða hanska, en það eykur blóðflæði til húðarinar ... passa bara að nudda ekki of fast!. 
Ef þið vitið um einhver góð ráð til að stinna húðina endilega segið frá því í kommentunum hérna að neðan!! ég ætla að prufa þetta allt saman og læt ykkur svo vita eftir 2 vikur hverning gengur!
haha þessi yrði sætur á sviðinu!


En þangað til næst :D TRAIN HARD OR GO HOME




16 október 2011

Mind over body!!

Þessi setning hefur marg sannað sig! Ef hausin er ekki á réttum stað í ferlinu þá fer allt í vaskinn (eða svonna að mestu leiti). Þetta er mjög mikilvægt þegar maður er búin að vera á sama matseðlinum í 4-6 vikur og langar bara í smá fjölbreytnni og komin með vel ógeð af öllu sem maður má borða. 

Það sem heldur mér við efnið er að lesa svonna qoutes, og er ég með heila möppu af þeim í tölvunni minni. Einning hjálpa fyrir og eftirmyndirnar af sjálfri mér mikið til! ... þar sér maður helst munnin og árangurinn!  Og ekki má gleyma jákvæðir hugsun!!! (þá á við bara með lífð sjálft ekki bara þetta)

Ef maður telur sjálfum sér trú um að þetta verðir ógeðslega leiðinlegar 12 vikur, þá verða þetta ógeðslega erfiðar 12 vikur. 
En ef maður reynir að segja við sjálfan sig að þetta verði bara fínt, og þetta séu nú ekki nema 12 vikur þá einhvernveginn líður þetta mun hraðar og verður auðveldara fyrir vikið!

Sumir dagar eru auðvitað erfiðari en aðrir, en þeir eru einning þeir sem hjálpa manni að þroska og þjálfa sjálfsagan. Þegar ég byrjaði þennan leiðangur þá leyfði ég mér allt og lét ekkert stoppa mig ! ef ég var innan um mat þá fékk ég mér undartekningarlaust af honum.  en nuna staldrar maður við og hugsar hvort þessi súkkulaði biti sé virkilega 20 mín á skíðatækinu virði! og venjulega er hann það ekki.


Fannst vera svoldið mikið til í þessu :D ég var ein af þeim sem sagði alltaf við sjálfa mig !! "shit það er svo mikið að gera hjá mér að ég bara kemst ekki í ræktina" og hékk svo á facebook allt kvöldið!! ... sem þýða má yfir í "ég nennissu ekki" Núna er engin afsökun það er opið í WC kringlunni allan sólarhringinn!



kossar og knús ;*                (munið eftir formspringinu :D)

12 október 2011

halló Grýla!!

Jæja fyrsti low carb dagurinn búin! sælir hvað ég er svöng!! ... dagurinn byrjaði mjög eðlilega með morgunbrennslu... en frá því kl 11 í dag er ég búin að vera svöng, pirruð, sljóg og bara alls ekki sólarmegin í lífinu!

haha það eru aðeins meiri en 24 klukkutímar síðan ég hreinlega bað Katrínu um að fara á þetta helvíti!! Það er svonna þegar maður er óþolinmóður eftir því að hlutirnir gerast!!  Get samt ekki kvartað mikið það sem þetta eru bara 2 dagar í viku, Mánudaga og Þriðjudaga!! fínt að byrja vikuna á þessu því þá er þetta líka bara búið ... en ég vara ykkur samt við að tala við mig á þessum dögum, Ég er ekki sú besta í skapinu ef ég fæ ekki að borða! Og auðvitað þá vel ég að gera þetta!

Ég fór í mælingu í gær ... og kom bara svonna helvíti vel út úr henni 0,8% farið á tveimur vikum og kjellan orðin 13% slétt! fór ekkert mikið af cm eða kg ... en er ekki mikið að stressa mig á því! þar sem ég má ekki léttast neitt rosalega mikið og vil líka halda í vöðvamassan minn! 

til að koma mér í betra skap tók ég Progress myndir til að sjá árangurinn :D og ákvað ég að henda þeim hérna inn fyrir ykkur hin líka :D

Rauð og fín eftir ljósin í dag :D
Þarf að æfa mig betur án þess að hafa spegill!!
flugeðlan er að minnka en lifir en!
 


Endilega spurjið mig spurninga á formspring-inu mínu (til hægri) finnst svo gaman að fá spurningar ;D

XOXO

03 október 2011

Rússibani

Núna get ég ekki sagt annað en að kötturinn sé að fara að segja til sín!! 

6 vikur á sama mataræði er ekkert eitthvað brjálað spennandi og því tekur maður öllum breytingum fagnandi (eins og að skipta grjónum út fyrir kartöflur og öfugt!)
Síðasta vika er búin að vera ágæt, búin að vera dugleg að mæta á æfingar og taka brennsluna mína! (þó ég svindli stundum með því að sleppa brennslu eftir lyftingarnar!)

Föstudagurinn var sam án efa ein erfiðasti dagur sem ég hef upplifað.  Það byrjaði reyndar á Fimmtudagskvöldinu, þá var mér boðið á opnunarhátið Tapashúsinn og þar var í boði var alskonar kræsingar. Ég var eitur svöl með vatn fyrsta hálftíma en varð allt í einu brjálað svöng og meikaði þetta ekki lengur! bað kærastan um að koma og ná í mig... Við enduðum samt á því að fara inn aftur því honum langaði svo að smakka þetta allt sem ég þuldi upp í bílnum og "spjalla við mömmu".  Ég lifði köldið af með naumindum, svindlaði smá (fékk mér humar og 3 snittur)
Svo kom föstudagurinn!! hann byrjaði vel með morgunbrennslu og góðum morgunmat ... en síðan bara gleymdi ég að borða og varð þar af leiðandi hálf aulaleg allan seinnipartinn, eftir endalausa baráttu við sykurpúkan brotnaði ég sama og grét yfir súkkulaði sem mig langaði svo í!! talandi um að vera klikk!


Ég bíð mjög spennt eftir nýja brúsanum mínum sem ég pantaði fyrir mig í gær!!! haha :D ég missti mig næstum í gleðinni þegar ég sá að Anna Lovísa fann hann á íslenskri vefsíðu :D
Þessi er alvöru!

... kanksi maður hendi inn óskalistanum við tækifæri?

XOXO

28 september 2011

What about breakfast ?... and second breakfast?

Þá er kötturinn hálfnaður! Er reyndar búið að vera léttara en ég bjóst við, ég viðurkenni allveg að suma daga er ég að springa því mig langar svo í eitthvað sem ég má ekki fá ... en ég troðið mig út af því rusli þegar ég er búin að standa á sviðinnu í nóvember!

Flestir sem þekkja mig vel vita að ég var algjört matargat, ég þráði og tilbað mat, sérstaklega ef það var eitthvað ostahúðað og vel salt! og ég gat borðað endalaust, og var venjulega með hendurnar í einhverju til að stinga upp í mig! Það var ekki að ástæðulausu sem kærastinn kallaði mig "litlu rjómabolluna sína" ;D 

Áður en ég byrjaði núna í Janúar þá var ég ekkert að pæla í samsetningunni á matnum sem ég var að fá mér, borðaði mjög óreglulega (og oft of fáar máltíðir á dag). Það sem ég borðaði helst var pasta með rjómasósum, djúpsteiktur matur (átti meira að segja djúpsteikingarpott), raspaður matur, og þess háttar, eitthvað sem auðvelt og fljótlegt var að elda! 


Í dag þá skipuleg ég mig fyrir tíman og elda fyrir næstu máltíðir! þar sem kötturinn má ekki fá neina oliusteikan, saltaðan eða unnin mat .. þá er take away kostirnir orðnir ansi fáir og guð hjálpi þér ef þú ætlar að versla þér nestið í skólasjoppunni, nema þú viljir bara skyr :D


Hérna er gróft plan sem ég fer eftir 
Morgunmatur: 30 gr hafrar/2xweetabix + prótein (ég fæ mér oft Hleðslu) 
Millimál: skyr og prótein eða ávöxtur og prótein (ég sleppi þessu oft því eg vakna svo seint)
Hádegismatur: 150 gr kjúlli og 100 gr kartöflur eða 4 eggjahvítna omiletta og rækjur/túnfiskur 
Millimál : 30 gr hafrar/2xweetabix + prótein (ég fæ mér oft Hleðslu)
Kvöldmatur: 150 gr kjúlli/nautalund og 100 gr kartöflur/hrisgrjón
Fyrir svefn: Prótein 

og svo má ekki gleyma fæðurbótarefnunum.


ég er að taka inn 
  • Whey prótein (fljót meltandi prótein til að hjálpa við vöðvauppbyggingu)
  • Lýsi (svo holt og gott, omega 3)
  • Amino Energy (til að fá orku í morgun brennsluna)
  • No Explode (aukin orka á lyftingaræfingar)
  • Zma (Róar líkaman og þú nýtir svefnin betur)
Ég er svo að fara að bæta við CLA eða hörfræar olíu .. þar sem það er farið að braka ansi vel í mér :D Þeir sem eru á þannig matarræði að þeir fá litla fitu úr matnum sjálfu þurfa að íhuga af því að taka hana inn (omega 3,6 og 9) til að smyrja liðinna :D


Eins og Katrín Eva sagði við mig í byrjun Kötts... "magavöðvar eru búnir til í eldhúsinu" :D og ég er ekki frá því að það sé bara rétt hjá henni. Maður getur djöflast eins og brjálæðingur í ræktinni en ef matarræðið saman stendur af burger og slice-um þá muntu ekki sjá jafn mikin árangur! 


ætla að fara að elda kjúllaréttinn sem Alma setti inn
*Uppskrift af Meinhollur kjúklingaréttur*

XOXO




26 september 2011

Ný mæling !

Ég fór í mælingu í dag og er gjörsamlega himinlifandi!! ég mældist 13,8% og 56,4 kg ... sem þýðir að ég er búin að bæta á mig 400 gr en missa -1,6% sem ég tel nú bara nokkuð gott!! 

Núna fer í mælingu á sirka 2 vikna fresti hjá henni Katrínu sem verður æði !! verður algjör orkusprauta í rassinn til að fá sem bestar niðurstöður í hvert skipti! 
er orðin háð mottoum ... þetta er eitt af uppáhalds!

Ég tók líka þá ákvörðun í vikunni að ég ætla bara að keppa á Bikarmótinu hjá IFBB, það er nefnilega það félag sem mig langaði alltaf að fara meira í og því miður er þáttökugjaldið hjá WBFF allt of hátt og ég bara hreinlega tími því ekki bara til að prufa það!

Þaö sem tekur við núna hjá mér er nátturlega að halda áfram að djöflast í ræktinni og borða kjúklinginn minn :D  ásamt því að ég þarf að fara að vinna í þessum blessuðupósum ... flugeðlan verður ekki tekin upp á sviði ... því skal ég lofa ykkur!

Ég fór líka í mat til mömmu um daginn og hún gerði þennan brjálað góða kjúlla fyrir mig !! 

2 (sirka 150 gr) kjúllabringur
paprika
laukur
sveppir
1 tsk Hunang
Vatn 

Steikið kjúklingabringurnar á pönnu (helst án olíu) og kryddað eftir smekk (t.d. pipar og hvítlauksduft), bætið svo við grænmetinu og steikið í smá stund í viðbót, hunangi og vatni bætt við og látið sjóða í sirka 10 mín 

Mamma var svo mikið krútt að hún sauð bæði hrísgrjón og kartöflur því hún var ekki viss um hvort ég mæti fá ... er hægt að biðja um betri mömmu?? 

annars fæ ég brjálæðislegan stuðning frá fjölskyldunni minni og kærastanum ... ég gæti þetta aldrei án þeirra!! 
en þetta verður ekki lengra í bili :D

 


23 september 2011

pósur pósur pósur!!!

jæja þá er ég komin á flug aftur ... byrjuð á pósunámskeiðinnu í síðustu viku og geng núna á milli spegla og skoða stöðuna og flexa vöðvana ... já hæ! ég er lame gellan í WC kringlunni!

Æfinginn skapar sko meistaran og ég held að ég þurfi að setja í flug gírinn í þeim efnum ásamt brennslunni ... er búin að vera slök við hana undanfarið!! Finnst bara svo miklu skemmtilegra að lyfta.

jæja svo er það bara mæling á Mánudaginn hlakka alveg sjúkt til! vonandi verða niðurstöðurnar góðar!!

endilega ef þið hafið spurningar að henda þeim í formspringið mitt :D sem er hér til hliðar!

en ætla að skella inn nokkrum kroppa myndum í lokinn !!

Rassa pósan

hliðar ... ekki mikil munur ;/
þessi pósu kalla ég flugeðlan ... þarf að læra að setja axlirnar aftur

  









hah! þarf að æfa collgate-ið




15 september 2011

Að hætta eða ekki hætta

Síðasta vika er búin að vera brjálæðislega erfið! Byrjaði á því að vorkenna mér að meiga ekki borða hitt og þetta og endaði svo á því að ná mér í kvef, hita, hósta og skemmtilegheit ... eftir það fór sjálfsvorkunnin í botn !!

ég held ég sé búin að hætta við svonna milljón sinnium á síðustu viku og sendi þjálfaranum mínum þvílíka uppgjafar mail því ég sá engan árangur, var búin að þyngjast aftur og var líklegast bara að leita af leið út!

Katrín Eva tekur ekkert svonna bull í mál og sendi mér andrenalín sprautu beint í rassinn! 

Alexandrea skrifaði  þennan brjálað flotta pistil !! Eftir að hafa lesið hann þá sá ég ljósið aftur! Mundi afhverju í ósköpunum ég er að þessu ... og maður uppsker svo sannarega því sem maður sáir

Alexandra Sif er ein af mínu stæðstu fyrirmyndum, bara allveg frá því ég byrjaði í þessu í Janúar hef ég fylgst með henni, og ætlað að gera allt eins og hún! ... hún hefur afrekað svo mikið þrátt fyrir að hafa ekki verið nema ár í þessu, hún hefur t.d. tekið þátt á 2 mótum innanlands, og komst í 4 sæti(*leiðrétting; var í 8 sæti á Arnold en 4 sæti á Íslandsmeistar mótinu*) á Arnold Classic.  Ég ætla að fá að setja inn mynd afhenni sem heldur mér svo sannarlega við efnið (vona ef það sé í lagi )

Bakið á Alexöndru, sjáið þetta mitti!



Nú verður bara haldið áfram af skera niður á fullu og æfa mig að ganga á hælunum sem ég fékk í gær frá útlöndum! er að fíla þá í tætlur og eru miklu þægilegri en ég bjóst við ... bara 8 vikur í mót svo ég verð að vera extra duleg ef ég ætla ekki að detta á sviðini !
ást á þá ;*


 og svo tók ég myndir af bumbuni á þriðjudaginn ... eginlega engin breyting frá því síðast ... en þetta fer allt að koma!


Þangað til næst :D

07 september 2011

breytar matarvenjur

Þeir sem þekkja mig vel geta fullyrt með mér að ég er algjööört matargat! Ég er algjör sælkeri og veit fátt betra en að fá mér góðan mat, stend stundum sjálfa mig af því að dilla mér ef ég fæ eitthvað sem mér finnst extra gott, eins og pylsur!

Eftir að ég tók matarræðið í gegn, fór ég að borða reglulega og eldaði hollari mat fyrir okkur Óla. Það gekk líka svonna þrusu vel, kallinn vel sáttur með breytingarnar (ekkert brauð, rjómi, pasta heldur bara kjöt og kartöflur). Ég gleymi samt aldrei þegar ég fór í mælingu til hennar Katrínar minnar og hún gapti bara á matardagbókina mína og skildi ekkert í því hverning ég kom öllu þessu niður en var samt að grennast og breyta vöðva í fitu! hehe!

Núna eru rúmar 3 vikur búnar af niðurskurðinum, þar sem matarræðið tók en eitt stökkið !! út með allt steikt, salt, olíu, sósur, kolventi í hóflegu magni, bara magurt kjöt og lítlar sem engar mjólkurvörur). Þar sem ég nenni ekki alltaf að elda tvöfaldar máltíðir hefur Óli minn næstum því dáið úr næringarskorti! þannig að ég tók mig til og eldaði veislu máltíð handa honum í kvöld, mér fannst samanburðurinn á máltíðunum svo hrikalega fyndinn að ég ákvað að deila honum með ykkur 

Matseðillin var 
Fyrir mig :130 gr Nautakjöt, 100 gr kartöflur og létt steikt grænmeti (með non fat cooking spray) og banani í eftirrétt :D

Óla réttur : 2x lambakjötsneiðar, rjómasósa með smjör steiktum sveppum, grænmeti og kartöflur.
 

það er semsagt smá munur!! haha!
Niðurskurðurinn gengur betur en ég bjóst við, þetta er samt rugl erfitt sérstaklega ef þú ert að fara að borða 5 skiptið í röð af kjúkling með sætum kartöflum.  
Um daginn fór ég reyndar næstum að grenja þegar Óli var með lasagna en ég með soðin fisk... en stelpurnar mínar í módel fitnessinu hughreystu mig og ég er komin tvíelfd til baka! Rosalega mikilvægt að hafa svonna gott stuðnings lið við bakið á sér ... og ekki verra að þær eru flestar að ganga í gegnum nákvæmlega það sama og ég. 

Já og svo er ég búin að panta mér skóna ... eru að koma til mín vonandi um miðjan mánuð!! þeir eru sjúkir!

See you later!

29 ágúst 2011

fyrsta mæling eftir kött

Ég fór að hitta hana Katríni Evu mína í dag !! sjúklega gaman og alltaf skemmtilegt að láta hana klípa í sig og pota!! í dag er 1 kg farið og er komin niður í 15,4% fitu ... skoo þetta er að hafast hjá mér!! :D er mjög sátt með árangurinn og vona bara að þetta gangi svonna vel áfram. Draumur í dós!

ég er búin að vera rosalega dugleg að halda mér við mitt matarprógram þó svo að mig langi venjulega frekar í matinn af disknum hans Óla!! en ég er þó venjulega ekki svöng, það er þá helst vegna þess að ég klára ekki allan matin minn í matartímanum á undan!

Ég fór líka í mátun fyrir bikinið og sundbolinn í seinustu viku og guð hvað það peppaði mann svakalega upp! enda hlakkar mig rosalega til að fá mina í hendurnar!

svo er ég komin með hugmynd af þema búning en .. hann er en í vinnslu ... þetta er allt að smella saman!




2 vikur af kötti búnar  búin að missa 1 kg og 1% fitu

24 ágúst 2011

Harfragrautur.

Hafrargrautur var eitthvað það ógeðslegasta sem ég gat hugsað mér (strax á eftir hákarl og súrum hrútspungum). Kærastinn fékk ekkert nema grettu og óhljóð þegar hann gúffaði í sig eini skál af höfrum ... ekki bara frá mér heldur flestum í minni fjölskyldu!

Í dag borða ég hafra allavega 2x á dag!!  og finnst hann bara nokkuð góður ... þarf nu samt að nota nokkur trix til að koma honum niður ... er ekki svo hardcora að geta borðað hann eintóman!

en það sem ég geri til að breyta þessu gumsi í gúmmelaði  er að bæta út í hann :

- banana
- epli
- epli og hnetusmjör
- ananas
- frosin jarðaber

og algjöört must : KANILL ... ég elska kanil! .. enda er hann hollur og eykur brennslu!



hendi inn mynd við tækifæri af gúmmelaðinu!



23 ágúst 2011

10 vikur !!

10 vikru í mót og ég á eftir að gera ALLT !! stressið er að síast inn, en ætla samt ekki að drepa mig úr því heldur taka þessu með ró og halda kúlinu!! .... niðurskurður gegnur ekki betur með magasár ... það er bókað!

ég átti svoldið erfitt með að venjast því fyrst að vigta matinn minn alltaf og vera alltaf að elda fyrir sjálfan mig ... þar sem ég má fá ofnsteiktan, soðin eða mat eldaðan upp úr non far cooking spray (Sem er besti vinur minn í augnablikinu!)

Litla systir mín, Andrea, vorkendir mér svo mikið stundum, því henni finnst fara svo lítið á diskinn hjá mér haha! en ég svelt sko alls ekki! borða 6 sinnum yfir daginn og stundum á ég erfitt að klára skammtinn!

fer til hennar Katrínar minna á Fimmtudaginn til að sjá hversu vel ég er búin að standa mig!  hef ekkert farið síðan í byrjun júlí svo ég býst við góðum tölum.
 
og svo fyrsti hittingur með henni Freydísi  saumakonu þá verður ákveðið snið, litur og allar mælingar teknar! svo þá fara hjólinn loksins að snúast


Hjúkkan byrjar líka á föstudaginn ... svo ég þar fað vera extra skipulögð næstu 10 vikurnar!!





22 ágúst 2011

Byrjunin

Jæja, búin að splæsa í bloggsíðu, ég mun aðalega fjalla um keppnirnar mína og hvað er í gangi hjá mér í öllu þessu ferli. Hugmyndinn kviknaði eftir að ég fór að spjalla við stelpurnar sem ég er að fara að keppa með í haust og fór að lesa blogginn þeirra

Ef einhver hafði sagt mér að ég væri að fara að standa upp á sviði fyrir framan tugi mans á litlu bikini þá hefði ég hleygið af honum og spurt hvort að hann væri ekki í lagi í hausnum!...

Hverning ég byrjaði : 
Þetta byrjaði allt þegar ég asnaðist til að fara á Bikarmótið 2010 í fitness og vaxtarrækt með kærastanum mínum. ég var búin að búa mig undir það að horfa á fullt af velskornum karlpening í litlum skýlum í 2 tíma .... en óboy hafði ég rangt fyrir mér... þegar ég sá skvísurnar sem löbbuðu inn á sviðið þá var ég eins og dáleidd. á leiðinni út tilkynti ég svo að ég ætlaði að ná mér í svonna kropp!

Eftir það var ekki aftur snúið! mótið var í nóvember, ég var búin að finna mér þjálfar í desember, hana Katrínu Evu og 06.01 var ég byrjuð að lyfta og hreinsa til í mataræðinu.

síðan þá ef ég búin að missa um 10 kg, búin að taka af mér yfir 40 cm og lækka fituprósentuna um 10%.

ég hefði aldrei getað gert þetta án hennar Katrínar! hún er algjört yndi! enda kom ekki annað til greina en að fá alvöru manneskju í þetta!


þetta sýnir 6 mánaða mun... myndinn vinstrameginn var tekinn í Janúar en Hægrameginn í Júni .... og síðan er maður spurður "HVERNING NENNIRU ÞESSU" ... hér er svarið!!

Ég er í besta formi lífs míns og ég bjóst aldrei við að ná þessum árangri á svonna stuttum tíma ... en þetta sýnir að það er hægt að gera allt!! ef viljinn er fyrir hendi!


Ég get ég skal ég vil