27 október 2011

Myndir 3 vikur og 2 dagar í mót

ákvað að henda inn myndum í seinasta skipti fyrir mót :D

svo hérna koma þær !!  er orðin nokkuð sátt með útkomuna!

bakpósan



frampósa með lötsum

módelfitness fram pósa

Hlið

25 október 2011

4 vikur


Núna er farið að styttast í keppninna!! Var í mælingu í gær og mér gegnur líka bara svonna brjálæðislega vel... hef 4 vikur til að taka af mér 1% af fitu (til þess að ná fituprósentunni sem ég ætla að vera í) en það ætti allveg að vera vel gerlegt þar sem ég er búin að vera að losa mig við 1% á tveggja vikna fresti núna í köttinum.  Hendi inn nýjum myndum við tækifæri :D

Ég brenni mig oft á því að hugsa bara um það að halda mataræðinu 100% og mæta á æfingarnar mínar ... en fitnessið snýst um svo miklu fleiri hluti en bara það tvennt. huga þarf að húð, útgeislun, almenu útliti og almenri heilsu, s.s. svefn. 

Helsta vandamálið hjá mér núna er að stinna húðina :D ... ég er með svo ofboðslega teygjanlega húð að hún er ekki að skreppa jafn mikið saman og mér þóknast og datt mér því í hug að deila með ykkur því sem ég fann til að stykja og stinna húðnna !
  • stinnandi krem. eins og til dæmis frá Nivea eða harbalife ... sagt að maður eigi að sjá mun eftir 2 vikur.  Smellið hér til að lesa ummæli og aðeins um Nivea kremið.
  • Ultratone, blöðkur sem hrista og örva húðinnia og vöðvanna undir.  5 tíma kort kostar 12.500 en það er frír prufutími svo það er um að gera að gá hvort að þetta henntar fyrri mann sjálfan, hver tími tekur hálftíma. Sjá heimasíðu
  • Örva húðina á hverjum degi með kornasápu eða hanska, en það eykur blóðflæði til húðarinar ... passa bara að nudda ekki of fast!. 
Ef þið vitið um einhver góð ráð til að stinna húðina endilega segið frá því í kommentunum hérna að neðan!! ég ætla að prufa þetta allt saman og læt ykkur svo vita eftir 2 vikur hverning gengur!
haha þessi yrði sætur á sviðinu!


En þangað til næst :D TRAIN HARD OR GO HOME




16 október 2011

Mind over body!!

Þessi setning hefur marg sannað sig! Ef hausin er ekki á réttum stað í ferlinu þá fer allt í vaskinn (eða svonna að mestu leiti). Þetta er mjög mikilvægt þegar maður er búin að vera á sama matseðlinum í 4-6 vikur og langar bara í smá fjölbreytnni og komin með vel ógeð af öllu sem maður má borða. 

Það sem heldur mér við efnið er að lesa svonna qoutes, og er ég með heila möppu af þeim í tölvunni minni. Einning hjálpa fyrir og eftirmyndirnar af sjálfri mér mikið til! ... þar sér maður helst munnin og árangurinn!  Og ekki má gleyma jákvæðir hugsun!!! (þá á við bara með lífð sjálft ekki bara þetta)

Ef maður telur sjálfum sér trú um að þetta verðir ógeðslega leiðinlegar 12 vikur, þá verða þetta ógeðslega erfiðar 12 vikur. 
En ef maður reynir að segja við sjálfan sig að þetta verði bara fínt, og þetta séu nú ekki nema 12 vikur þá einhvernveginn líður þetta mun hraðar og verður auðveldara fyrir vikið!

Sumir dagar eru auðvitað erfiðari en aðrir, en þeir eru einning þeir sem hjálpa manni að þroska og þjálfa sjálfsagan. Þegar ég byrjaði þennan leiðangur þá leyfði ég mér allt og lét ekkert stoppa mig ! ef ég var innan um mat þá fékk ég mér undartekningarlaust af honum.  en nuna staldrar maður við og hugsar hvort þessi súkkulaði biti sé virkilega 20 mín á skíðatækinu virði! og venjulega er hann það ekki.


Fannst vera svoldið mikið til í þessu :D ég var ein af þeim sem sagði alltaf við sjálfa mig !! "shit það er svo mikið að gera hjá mér að ég bara kemst ekki í ræktina" og hékk svo á facebook allt kvöldið!! ... sem þýða má yfir í "ég nennissu ekki" Núna er engin afsökun það er opið í WC kringlunni allan sólarhringinn!



kossar og knús ;*                (munið eftir formspringinu :D)

12 október 2011

halló Grýla!!

Jæja fyrsti low carb dagurinn búin! sælir hvað ég er svöng!! ... dagurinn byrjaði mjög eðlilega með morgunbrennslu... en frá því kl 11 í dag er ég búin að vera svöng, pirruð, sljóg og bara alls ekki sólarmegin í lífinu!

haha það eru aðeins meiri en 24 klukkutímar síðan ég hreinlega bað Katrínu um að fara á þetta helvíti!! Það er svonna þegar maður er óþolinmóður eftir því að hlutirnir gerast!!  Get samt ekki kvartað mikið það sem þetta eru bara 2 dagar í viku, Mánudaga og Þriðjudaga!! fínt að byrja vikuna á þessu því þá er þetta líka bara búið ... en ég vara ykkur samt við að tala við mig á þessum dögum, Ég er ekki sú besta í skapinu ef ég fæ ekki að borða! Og auðvitað þá vel ég að gera þetta!

Ég fór í mælingu í gær ... og kom bara svonna helvíti vel út úr henni 0,8% farið á tveimur vikum og kjellan orðin 13% slétt! fór ekkert mikið af cm eða kg ... en er ekki mikið að stressa mig á því! þar sem ég má ekki léttast neitt rosalega mikið og vil líka halda í vöðvamassan minn! 

til að koma mér í betra skap tók ég Progress myndir til að sjá árangurinn :D og ákvað ég að henda þeim hérna inn fyrir ykkur hin líka :D

Rauð og fín eftir ljósin í dag :D
Þarf að æfa mig betur án þess að hafa spegill!!
flugeðlan er að minnka en lifir en!
 


Endilega spurjið mig spurninga á formspring-inu mínu (til hægri) finnst svo gaman að fá spurningar ;D

XOXO

03 október 2011

Rússibani

Núna get ég ekki sagt annað en að kötturinn sé að fara að segja til sín!! 

6 vikur á sama mataræði er ekkert eitthvað brjálað spennandi og því tekur maður öllum breytingum fagnandi (eins og að skipta grjónum út fyrir kartöflur og öfugt!)
Síðasta vika er búin að vera ágæt, búin að vera dugleg að mæta á æfingar og taka brennsluna mína! (þó ég svindli stundum með því að sleppa brennslu eftir lyftingarnar!)

Föstudagurinn var sam án efa ein erfiðasti dagur sem ég hef upplifað.  Það byrjaði reyndar á Fimmtudagskvöldinu, þá var mér boðið á opnunarhátið Tapashúsinn og þar var í boði var alskonar kræsingar. Ég var eitur svöl með vatn fyrsta hálftíma en varð allt í einu brjálað svöng og meikaði þetta ekki lengur! bað kærastan um að koma og ná í mig... Við enduðum samt á því að fara inn aftur því honum langaði svo að smakka þetta allt sem ég þuldi upp í bílnum og "spjalla við mömmu".  Ég lifði köldið af með naumindum, svindlaði smá (fékk mér humar og 3 snittur)
Svo kom föstudagurinn!! hann byrjaði vel með morgunbrennslu og góðum morgunmat ... en síðan bara gleymdi ég að borða og varð þar af leiðandi hálf aulaleg allan seinnipartinn, eftir endalausa baráttu við sykurpúkan brotnaði ég sama og grét yfir súkkulaði sem mig langaði svo í!! talandi um að vera klikk!


Ég bíð mjög spennt eftir nýja brúsanum mínum sem ég pantaði fyrir mig í gær!!! haha :D ég missti mig næstum í gleðinni þegar ég sá að Anna Lovísa fann hann á íslenskri vefsíðu :D
Þessi er alvöru!

... kanksi maður hendi inn óskalistanum við tækifæri?

XOXO