25 október 2011

4 vikur


Núna er farið að styttast í keppninna!! Var í mælingu í gær og mér gegnur líka bara svonna brjálæðislega vel... hef 4 vikur til að taka af mér 1% af fitu (til þess að ná fituprósentunni sem ég ætla að vera í) en það ætti allveg að vera vel gerlegt þar sem ég er búin að vera að losa mig við 1% á tveggja vikna fresti núna í köttinum.  Hendi inn nýjum myndum við tækifæri :D

Ég brenni mig oft á því að hugsa bara um það að halda mataræðinu 100% og mæta á æfingarnar mínar ... en fitnessið snýst um svo miklu fleiri hluti en bara það tvennt. huga þarf að húð, útgeislun, almenu útliti og almenri heilsu, s.s. svefn. 

Helsta vandamálið hjá mér núna er að stinna húðina :D ... ég er með svo ofboðslega teygjanlega húð að hún er ekki að skreppa jafn mikið saman og mér þóknast og datt mér því í hug að deila með ykkur því sem ég fann til að stykja og stinna húðnna !
  • stinnandi krem. eins og til dæmis frá Nivea eða harbalife ... sagt að maður eigi að sjá mun eftir 2 vikur.  Smellið hér til að lesa ummæli og aðeins um Nivea kremið.
  • Ultratone, blöðkur sem hrista og örva húðinnia og vöðvanna undir.  5 tíma kort kostar 12.500 en það er frír prufutími svo það er um að gera að gá hvort að þetta henntar fyrri mann sjálfan, hver tími tekur hálftíma. Sjá heimasíðu
  • Örva húðina á hverjum degi með kornasápu eða hanska, en það eykur blóðflæði til húðarinar ... passa bara að nudda ekki of fast!. 
Ef þið vitið um einhver góð ráð til að stinna húðina endilega segið frá því í kommentunum hérna að neðan!! ég ætla að prufa þetta allt saman og læt ykkur svo vita eftir 2 vikur hverning gengur!
haha þessi yrði sætur á sviðinu!


En þangað til næst :D TRAIN HARD OR GO HOME




2 ummæli:

  1. Ég hef heyrt að maður eigi að nota kaffikornin sem verða eftir í kaffipokunum þegar maður er búinn að hella uppá. Það gerir mann tanaðan og er náttúrulegur exfoliator =) Ég hef aldrei prófað en ég veit um konur sem stunda þetta. Mjög gott kreppu ráð finnst mér =)

    SvaraEyða
  2. frábært, þetta er allt að smella hjá þér ;)

    Ég luma nú ekki á neinu leyniráði varðandi að stinna húðina. En ég myndi passa extra vel að nota ekki nýjar vörur í t.d andlitið, allavega er húðin mín þannig að ég fæ oft smá roða, útbrot eða bólur ef ég nota ný krem. Ahaha ekki gott að vera í einhverri tilraunastarfsemi núna og enda svo bara með andlitið í messi :)

    Svo bara vera dugleg að bera t.d kókosolíu á kroppinn til að halda húðinni rakri og mjúkri :)

    SvaraEyða