24 ágúst 2011

Harfragrautur.

Hafrargrautur var eitthvað það ógeðslegasta sem ég gat hugsað mér (strax á eftir hákarl og súrum hrútspungum). Kærastinn fékk ekkert nema grettu og óhljóð þegar hann gúffaði í sig eini skál af höfrum ... ekki bara frá mér heldur flestum í minni fjölskyldu!

Í dag borða ég hafra allavega 2x á dag!!  og finnst hann bara nokkuð góður ... þarf nu samt að nota nokkur trix til að koma honum niður ... er ekki svo hardcora að geta borðað hann eintóman!

en það sem ég geri til að breyta þessu gumsi í gúmmelaði  er að bæta út í hann :

- banana
- epli
- epli og hnetusmjör
- ananas
- frosin jarðaber

og algjöört must : KANILL ... ég elska kanil! .. enda er hann hollur og eykur brennslu!



hendi inn mynd við tækifæri af gúmmelaðinu!



Engin ummæli:

Skrifa ummæli