10 febrúar 2012

Working out is your DRUG, get ADDICTED


Afsakið hvað ég er búin að vera fáránlega léleg í að blogga! synd og skömm!! 
En það er búið að ganga mikið á upp á síðkastið. Skólin tekur mikin tíma, mun meira að læra heim, tvær vinnur og svo var ég að flytja!

Síðustu tvær vikur hef ég tekið eftir miklum breytingum á sjálfri mér. Ég er alltaf þreytt, og vil helst bara leggja mig þegar ég kem heim úr skólanum eða vinnunni. Ég er oft alveg brjálæðislega önug og ekki sérstaklega góð í skapinu. Sjálfstrausið hjá mér fór frá 100 í svonna 10, ég sem stripplaðist um alla íbúð á nærbuxum og magabol (svonna þegar við kæró vorum ein heima) en í dag líður mér best í þykkum náttbuxum og svo bol í XL, I´m sexy and you know it fílingur ... eða ekki! 

Svo rann það upp fyrri mér! ég hef varla farið í ræktina síðust tvo mánuði! fór svo út að skokka áðan í 40 mín.... og þvílíkur munur!! Ræktin er svo sannarlega ekki bara fyrir líkamlegu hliðinni heldur sér hún eining um andlegu hliðini, hefur ekki liðið svonna vel í marga daga!! 

Það þarf ekkert endilega að fara í ræktina ... ég fór bara út að skokka í 40 mín og for 4,5 km .... og kom púlsinum á fullt!! Gæti ekki verið ánægðari með sjálfa mig akkúrat núna.

Ég var akkúrat að ræða það við vinkonu mína um daginn sem er í fagra London (ræktarböddís!) hversu holt það er að gefa sér tíma í að drattast í lappirnar, því þetta er tími þar sem maður getur algjörlega stjórnað sjálfur, Minn tími eins og ég kalla hann. það er engin sími, ekkert áreiti sem þú villt ekki, þú getur farið ein eða getur farið með félaga. Þegar ég fer í ræktina fer ég oftast ein, þannig næ ég 100% einbeitningu og zona gjörsamlega út með ipod í eyrunum og gleymi því að ég er ekki ein í blessuðu ræktinni. Mér finnst samt af og til skemmtilegt að breyta til og fara með einhverjum. 


en ætla ekki að hafa þetta mikið lengra í þetta skiptið ;D 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli