28 febrúar 2012

Arnold Keppendalisti

Við eigum svo mikið af flottu fitness og vaxtarræktar fólki á þessari blessaðri eyju!! Arnold Classic er núna um helgina og eru 15 kroppalínur að fara að keppa fyrir okkar hönd út í OHIO!!! (í mismunandi flokkum samt) 

Ég ætlaði ekki að hafa þetta neitt langt blogg aðalega bara keppenda lista með myndum :D 

það verður hægt að fylgjast með þessu live á Bodybuilding.com og eining verður Vöðvafíkn eining með eitthvað á sinni síðu.  

þar sem ég er ekkert brjálað góð á gúggul þá finn ég ekki tímatöflu sem meikar sens. en verið bara duleg að fylgjast með inn á vöðvafíkn síðuni, Sunna er með allt á hreinu þar!





Fitness Módel (Bikini Fitness)


Sandra Jónsdóttir (Bikini C flokkur)

Magnea Gunnarsdóttir (Bikini D flokkur)
Magrét Hulda Karlsdóttir (Bikini D flokkur)
 Katrína Edda Þorsteindóttir (Bikini D flokkur)

Sigríður Ómarsdóttir ( Bikini D flokkur)

Magrét Edda Gnarr ( Bikini D flokkur)
Kristrún Sveinbjörnsdóttir ( Bikini D flokkur)
Dagbjört Gudbrandsdóttir (Bikini E flokkur)


 Fitness (figure fitness)
Hallveig Karlsdóttir (D flokkur Figure)
 Sif Sveindóttir (D flokkur Figure)
Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir (Bikini E flokkur)

Erna Gudrún Björnsdóttir (E flokkur Figure)
 Alexandra Sif Nikulásdóttir (F flokkur Figure)

Kristín Kristjánsdóttir (Figure Master Medium Flokkur)

Þetta verður þá ekki lengra í þetta skipti :D sjáumst

22 febrúar 2012

stutt blogg (pics.)

Svo að ég haldi mér við efnið þá ætla ég að henda inn myndum að kviðnum ... ég ætla mér að vera með flatan maga í sumar!! kemur ekki annað til greina!! Mun setja inn myndir með nokkra vikna millibili ! 

Jæja nú eru komnir 3 mánuðir síðan ég keppti, og þar af 2 mánuðir í algjöri kyrrsetu og sukk fæði!! en nú verður Mataræðið aftur tekið í nefið! og er ég á degi 3 í 100% mataræði og æfingum. 

Finn strax mun á mér, er orkumeiri, hressari og léttari öll!! 

Eftir fyrstu lotuna.

sléttur og fallegur mallakútur
mynd tekin 21.02.
mynd tekin 21.02

Það eru sumsé 3 mánuðir og 2 dagar á mili myndana nákvæmleg! held að ég hafi staðið mig ágætlega :D en alltaf er hægt að gera betur. 

Markmiðið er semsagt að fá eitthverjar línur í magan í byrjun juní! Mission hot body, bring it on!!
NO EXCUSES !! just do it!


Endilega ef þið hafið einhverjar spurningar ekki hika við að spurja mig :D eða notið Formspring-ið (til vinstri)

þangað til næst!

15 febrúar 2012

Smá ámining!

Jæja .. það sem kemur mér í gang er að skoða motivation myndir og myndbönd!

ég er með fullt af facebook síðum á facebook sem eru með alskonar myndum sem poppa upp þegar ég á síst von á!

Ég hef alltaf ætlað að taka mataræðið í gegn í mjög langan tíma og hugsa alltaf ... ææ "ég byrja á mrg", "ææ ég klára þetta, það er svo lítið eftir, "ææ þessi dagur er í dag, ég má leyfa mér þetta" og síðast en ekki síst "YAY Laugadagur" (þó svo að allir dagar eru Laugardagar í augnablikinu

Ég er akkúrat í tíma núna og var að hugsa um pizzuna sem ég á afgangs frá því í gær og hversu ljút það verður að fara heim og gúffa hana í sig... þá poppar þessi mynd upp á facebook

http://www.facebook.com/reasonstobefit  ein uppáhalds síðan mín!


Pizzan fer í ruslið :D !

Eiginlega eina áramóta heitið sem ég setti mér var NO EXCUSES! og ég ælta sko að standa við það.

minn líkami, mínar ákvarðanir, min árangur!!

10 febrúar 2012

Working out is your DRUG, get ADDICTED


Afsakið hvað ég er búin að vera fáránlega léleg í að blogga! synd og skömm!! 
En það er búið að ganga mikið á upp á síðkastið. Skólin tekur mikin tíma, mun meira að læra heim, tvær vinnur og svo var ég að flytja!

Síðustu tvær vikur hef ég tekið eftir miklum breytingum á sjálfri mér. Ég er alltaf þreytt, og vil helst bara leggja mig þegar ég kem heim úr skólanum eða vinnunni. Ég er oft alveg brjálæðislega önug og ekki sérstaklega góð í skapinu. Sjálfstrausið hjá mér fór frá 100 í svonna 10, ég sem stripplaðist um alla íbúð á nærbuxum og magabol (svonna þegar við kæró vorum ein heima) en í dag líður mér best í þykkum náttbuxum og svo bol í XL, I´m sexy and you know it fílingur ... eða ekki! 

Svo rann það upp fyrri mér! ég hef varla farið í ræktina síðust tvo mánuði! fór svo út að skokka áðan í 40 mín.... og þvílíkur munur!! Ræktin er svo sannarlega ekki bara fyrir líkamlegu hliðinni heldur sér hún eining um andlegu hliðini, hefur ekki liðið svonna vel í marga daga!! 

Það þarf ekkert endilega að fara í ræktina ... ég fór bara út að skokka í 40 mín og for 4,5 km .... og kom púlsinum á fullt!! Gæti ekki verið ánægðari með sjálfa mig akkúrat núna.

Ég var akkúrat að ræða það við vinkonu mína um daginn sem er í fagra London (ræktarböddís!) hversu holt það er að gefa sér tíma í að drattast í lappirnar, því þetta er tími þar sem maður getur algjörlega stjórnað sjálfur, Minn tími eins og ég kalla hann. það er engin sími, ekkert áreiti sem þú villt ekki, þú getur farið ein eða getur farið með félaga. Þegar ég fer í ræktina fer ég oftast ein, þannig næ ég 100% einbeitningu og zona gjörsamlega út með ipod í eyrunum og gleymi því að ég er ekki ein í blessuðu ræktinni. Mér finnst samt af og til skemmtilegt að breyta til og fara með einhverjum. 


en ætla ekki að hafa þetta mikið lengra í þetta skiptið ;D