jæja nú er ég búin að vera sjúklega léleg að blogga, einfaldlega vegna tímaskorts og leti!.
Ég verð að fá að monnta mig af litlu systur minni! Andrea er buin að vera að æfa súludans /súlufitness í næstum hálft ár núna, og hún er þannig manneskja að ef hún er að gera eitthvað sem hún hefur áhuga á þá tekur hún það 110%
Hún er gott dæmi um það hvað hreyfing skiptir miklu máli! og hversu mikilvægt það er að finna sér hreyfingu sem manni finnst skemtileg og hefur áhuga á. Ég veit ekki hversu marga ég þekki sem rembast eins og rjúpa við staur að vera í ræktinni en hafa 0 áhgua og nennu í það og á endanum gefast þeir upp og fara aftur í sama farið! Andrea var ein af þeim, henni fannst fínt að mæta í nokkra tíma eins og body combat/body jam, en það að fara á hlaupabrettið eða lyfta var ekkert spennandi. Hún ákvað þá að taka annan pól á þetta og prufaði súluna, og gjörsamlega féll fyrir henni! núna er hún jafn óþolandi og ég og talar ekki um annað! :D
Við systur á góðum degi. |
Áður en hún fann súluna þá var hún frekar mikil bolla og var með mjaðmir og læri fyrir allan peninginn! klæddi sig í frekar pokaleg föt og huldi alltaf á sér hendurnar! Í dag er hún algjör BOMBA og þó svo að við djókum með að hún sé bumbalicius þá er kjella bara komin með flatan maga og fallegar línur!
Vonandi fæ ég að henda í videóinu af atriðinu hennar fljótlega hingað inn :D því hún var rugl flott og ég er stoltasta stóra systir sem til er!
Jæja þá er komið af JÓLUNUM! sælir hvað maður borðaði mikið enda er magin á mér þrefaldur af rektu kjöti og miklu salt áti! svo ég ætla að taka svonna semí vatnslosun til að hreinsa líkamann við allt þetta salt! og vonandi hverfur bjúgurinn við það!
Ræktin er því miður búin að sitja á hakanum hjá mér núna um jólin en það verður tekið á því strax í dag. Er búin að bæta á mig 5 kg eftir keppni og ætla ég ekki að bæta neitt mikið meira á mig! En þessi 5 kg eru mjög velkomin því ég er miklu orkumeiri og hef mun meira úthald en þegar ég var lítil köttur!
Planið næstu vikur og mánuð er bara hardcore uppbygging, get ekki annað fyrst ég fékk yndislega bleika og fallega ræktartösku frá elskulegu systur minni ;*
XOXO
Engin ummæli:
Skrifa ummæli