nýtt ár - ný markmið - nýjar hindranir
árið 2012 er búið að fara heldur erfiðlega af stað ... er enþá að rétt af mataræðið og er heldur ekki komin á fullt skrið í ræktinni. en engar afsakanir, Just do it !! nú verður allt sett á fult til að fá beach body fyrir sumarið.
Þetta er ágætis spark í rassinn! |
Ég er því miður ekki að fara að taka þátt í Módel fitnessinu núna í apríl vegna þess að ég komst áfram í hjúkkuni og ætla ég að einbeita mér af henni þessa önnina. En á meðan verður grimm uppbygging í gangi, ég vona bara að það gangi vel hjá mér þar sem ég er líka hætt hjá elsku Katrín minni! Hún hefur kennt mér heilmikið á þessu ári sem ég var hjá henni og mun ég nýta mér það til fulls!
Í dag var mission Hot body sett í gang! Í lok maí á að vera flottur kúlurass og mót fyrri sixpacki á þessum kropp! og því ætla ég að setja inn nokkrar hrikalegar rassaæfingar!
Larissa Reis IFBB Pro |
Þessi gyðja er með rass fyrir allan peniginn, og er ein af flottustu píunum í þessum bransa!
Fy1. stand up í smith tæki, eða larissa reis æfingin eins og ég kalla hana! Ég byrja alltaf á þessari og tek hana eins oft og ég get 12-15 rep í hverju setti. Þegar ég bryjaði á þessari notaði ég pall með 4 hækkunar plötun undir, það er aðeins lægra en bekkurinn og því aðeins auðveldara :D
2. good morning, hún reynir mjög vel á hamsting vöðvanna :D svo maður fær allveg ekta sviða í vöðvana ... LOVE IT! Passa þarf vel upp á bakið í þessari æfingu og hafa magavöðvana vel spennta til þess að fá ekki illt í mjóbakið. fá rep en mörg sett
3. Stiff, Uppáhalds æfingin mín, hún er svipuð og deadlift nema maður beygir sig ekki í hnjánum og reynir því meira á rass og ham. fá rep og mörg sett
4.Hnébeygja. þetta er einhver leiðinlegasta æfing sem ég veit um! en hvað gerir maður ekki fyrir braselískan rass?? um að gera að taka mjög þungt hér og fá rep! Passa þarf vel upp á formið í þessari stöðu! Mér finnst best að gera þær í Smith vélinni, það er aðeins auðveldara því þá fær maður stuðning í bakið en maður kemst eining neðar!
svonna til að enda þetta blogg ætla ég að henda inn link á viðtal við Larissu Reis með æfingarplaninu hennar og matarplani :D viðtal við Larissu
xoxo
Við hötum ekki Larissa Reis rassaæfingarnar :) Hún grillar minn vikulega.
SvaraEyða