26 september 2011

Ný mæling !

Ég fór í mælingu í dag og er gjörsamlega himinlifandi!! ég mældist 13,8% og 56,4 kg ... sem þýðir að ég er búin að bæta á mig 400 gr en missa -1,6% sem ég tel nú bara nokkuð gott!! 

Núna fer í mælingu á sirka 2 vikna fresti hjá henni Katrínu sem verður æði !! verður algjör orkusprauta í rassinn til að fá sem bestar niðurstöður í hvert skipti! 
er orðin háð mottoum ... þetta er eitt af uppáhalds!

Ég tók líka þá ákvörðun í vikunni að ég ætla bara að keppa á Bikarmótinu hjá IFBB, það er nefnilega það félag sem mig langaði alltaf að fara meira í og því miður er þáttökugjaldið hjá WBFF allt of hátt og ég bara hreinlega tími því ekki bara til að prufa það!

Þaö sem tekur við núna hjá mér er nátturlega að halda áfram að djöflast í ræktinni og borða kjúklinginn minn :D  ásamt því að ég þarf að fara að vinna í þessum blessuðupósum ... flugeðlan verður ekki tekin upp á sviði ... því skal ég lofa ykkur!

Ég fór líka í mat til mömmu um daginn og hún gerði þennan brjálað góða kjúlla fyrir mig !! 

2 (sirka 150 gr) kjúllabringur
paprika
laukur
sveppir
1 tsk Hunang
Vatn 

Steikið kjúklingabringurnar á pönnu (helst án olíu) og kryddað eftir smekk (t.d. pipar og hvítlauksduft), bætið svo við grænmetinu og steikið í smá stund í viðbót, hunangi og vatni bætt við og látið sjóða í sirka 10 mín 

Mamma var svo mikið krútt að hún sauð bæði hrísgrjón og kartöflur því hún var ekki viss um hvort ég mæti fá ... er hægt að biðja um betri mömmu?? 

annars fæ ég brjálæðislegan stuðning frá fjölskyldunni minni og kærastanum ... ég gæti þetta aldrei án þeirra!! 
en þetta verður ekki lengra í bili :D

 


3 ummæli:

  1. Glæsilegt stelpa;) Sá það líka á þér í ræktinni í gær að það gengur vel, þú lítur rosalega vel út!
    Og mamma mín er líka svona, alveg best! er að fara norður um helgina og hún bað mig um að senda sér innkaupalista fyrir köttvænan mat ahaha, hún tekur þessu mjög alvarlega.

    SvaraEyða
  2. Mamma þín er bara yndisleg :) .. og þú ert svo geðveikt dugleg !! .. drepum flugeðluna og rib eye pósuna.. hehehe

    SvaraEyða
  3. Glæsilegar tölur Emí! Til lukku :D

    SvaraEyða