Síðasta vika er búin að vera brjálæðislega erfið! Byrjaði á því að vorkenna mér að meiga ekki borða hitt og þetta og endaði svo á því að ná mér í kvef, hita, hósta og skemmtilegheit ... eftir það fór sjálfsvorkunnin í botn !!
ég held ég sé búin að hætta við svonna milljón sinnium á síðustu viku og sendi þjálfaranum mínum þvílíka uppgjafar mail því ég sá engan árangur, var búin að þyngjast aftur og var líklegast bara að leita af leið út!
Katrín Eva tekur ekkert svonna bull í mál og sendi mér andrenalín sprautu beint í rassinn!
Alexandrea skrifaði þennan brjálað flotta pistil !! Eftir að hafa lesið hann þá sá ég ljósið aftur! Mundi afhverju í ósköpunum ég er að þessu ... og maður uppsker svo sannarega því sem maður sáir
Alexandra Sif er ein af mínu stæðstu fyrirmyndum, bara allveg frá því ég byrjaði í þessu í Janúar hef ég fylgst með henni, og ætlað að gera allt eins og hún! ... hún hefur afrekað svo mikið þrátt fyrir að hafa ekki verið nema ár í þessu, hún hefur t.d. tekið þátt á 2 mótum innanlands, og komst í 4 sæti(*leiðrétting; var í 8 sæti á Arnold en 4 sæti á Íslandsmeistar mótinu*) á Arnold Classic. Ég ætla að fá að setja inn mynd afhenni sem heldur mér svo sannarlega við efnið (vona ef það sé í lagi )
Bakið á Alexöndru, sjáið þetta mitti! |
Nú verður bara haldið áfram af skera niður á fullu og æfa mig að ganga á hælunum sem ég fékk í gær frá útlöndum! er að fíla þá í tætlur og eru miklu þægilegri en ég bjóst við ... bara 8 vikur í mót svo ég verð að vera extra duleg ef ég ætla ekki að detta á sviðini !
ást á þá ;* |
og svo tók ég myndir af bumbuni á þriðjudaginn ... eginlega engin breyting frá því síðast ... en þetta fer allt að koma!
Þangað til næst :D
Æjji vá ég verð að viðurkenna að ég fékk tár í augun við að lesa þetta blogg!! Takk svo innilega mikið fyrir falleg orð.. ég veit nákvæmlega af hverju maður er að gera þetta, að lesa svona um mann er líka eitthvað sem ég get ekki lýst!
SvaraEyðatakk!:*
þú ert hörkubomba Emí!
SvaraEyðaUppgjöf er ekki fyrir sigurvegara og sigurvegari er eitthvað sem við viljum allar vera..:D hvort sem það er 1.sæti á mótinu eða í sínu besta líkamlega formi til þessa :D Einbeiting,staðfesta og ákveðni! þetta er hörku vinna sem á eftir að borga sig margfalt á endanum! :D áfram þú ;*