Þeir sem þekkja mig vel geta fullyrt með mér að ég er algjööört matargat! Ég er algjör sælkeri og veit fátt betra en að fá mér góðan mat, stend stundum sjálfa mig af því að dilla mér ef ég fæ eitthvað sem mér finnst extra gott, eins og pylsur!
Eftir að ég tók matarræðið í gegn, fór ég að borða reglulega og eldaði hollari mat fyrir okkur Óla. Það gekk líka svonna þrusu vel, kallinn vel sáttur með breytingarnar (ekkert brauð, rjómi, pasta heldur bara kjöt og kartöflur). Ég gleymi samt aldrei þegar ég fór í mælingu til hennar Katrínar minnar og hún gapti bara á matardagbókina mína og skildi ekkert í því hverning ég kom öllu þessu niður en var samt að grennast og breyta vöðva í fitu! hehe!
Núna eru rúmar 3 vikur búnar af niðurskurðinum, þar sem matarræðið tók en eitt stökkið !! út með allt steikt, salt, olíu, sósur, kolventi í hóflegu magni, bara magurt kjöt og lítlar sem engar mjólkurvörur). Þar sem ég nenni ekki alltaf að elda tvöfaldar máltíðir hefur Óli minn næstum því dáið úr næringarskorti! þannig að ég tók mig til og eldaði veislu máltíð handa honum í kvöld, mér fannst samanburðurinn á máltíðunum svo hrikalega fyndinn að ég ákvað að deila honum með ykkur
Matseðillin var
Fyrir mig :130 gr Nautakjöt, 100 gr kartöflur og létt steikt grænmeti (með non fat cooking spray) og banani í eftirrétt :D
Óla réttur : 2x lambakjötsneiðar, rjómasósa með smjör steiktum sveppum, grænmeti og kartöflur.
það er semsagt smá munur!! haha!
Niðurskurðurinn gengur betur en ég bjóst við, þetta er samt rugl erfitt sérstaklega ef þú ert að fara að borða 5 skiptið í röð af kjúkling með sætum kartöflum.
Um daginn fór ég reyndar næstum að grenja þegar Óli var með lasagna en ég með soðin fisk... en stelpurnar mínar í módel fitnessinu hughreystu mig og ég er komin tvíelfd til baka! Rosalega mikilvægt að hafa svonna gott stuðnings lið við bakið á sér ... og ekki verra að þær eru flestar að ganga í gegnum nákvæmlega það sama og ég.
Já og svo er ég búin að panta mér skóna ... eru að koma til mín vonandi um miðjan mánuð!! þeir eru sjúkir!
See you later!
iss mér finnst þinn diskur miklu girnilegri haha :D Haltu áfram að vera ofur dugleg :P
SvaraEyða