Jæja, búin að splæsa í bloggsíðu, ég mun aðalega fjalla um keppnirnar mína og hvað er í gangi hjá mér í öllu þessu ferli. Hugmyndinn kviknaði eftir að ég fór að spjalla við stelpurnar sem ég er að fara að keppa með í haust og fór að lesa blogginn þeirra
Ef einhver hafði sagt mér að ég væri að fara að standa upp á sviði fyrir framan tugi mans á litlu bikini þá hefði ég hleygið af honum og spurt hvort að hann væri ekki í lagi í hausnum!...
Hverning ég byrjaði :
Þetta byrjaði allt þegar ég asnaðist til að fara á Bikarmótið 2010 í fitness og vaxtarrækt með kærastanum mínum. ég var búin að búa mig undir það að horfa á fullt af velskornum karlpening í litlum skýlum í 2 tíma .... en óboy hafði ég rangt fyrir mér... þegar ég sá skvísurnar sem löbbuðu inn á sviðið þá var ég eins og dáleidd. á leiðinni út tilkynti ég svo að ég ætlaði að ná mér í svonna kropp!
Eftir það var ekki aftur snúið! mótið var í nóvember, ég var búin að finna mér þjálfar í desember, hana Katrínu Evu og 06.01 var ég byrjuð að lyfta og hreinsa til í mataræðinu.
síðan þá ef ég búin að missa um 10 kg, búin að taka af mér yfir 40 cm og lækka fituprósentuna um 10%.
ég hefði aldrei getað gert þetta án hennar Katrínar! hún er algjört yndi! enda kom ekki annað til greina en að fá alvöru manneskju í þetta!
þetta sýnir 6 mánaða mun... myndinn vinstrameginn var tekinn í Janúar en Hægrameginn í Júni .... og síðan er maður spurður "HVERNING NENNIRU ÞESSU" ... hér er svarið!!
Ég er í besta formi lífs míns og ég bjóst aldrei við að ná þessum árangri á svonna stuttum tíma ... en þetta sýnir að það er hægt að gera allt!! ef viljinn er fyrir hendi!
Ég get ég skal ég vil
Vá rosalega flottur árangur! djöfull er ég ánægð með þig stelpa ;)
SvaraEyða