23 ágúst 2011

10 vikur !!

10 vikru í mót og ég á eftir að gera ALLT !! stressið er að síast inn, en ætla samt ekki að drepa mig úr því heldur taka þessu með ró og halda kúlinu!! .... niðurskurður gegnur ekki betur með magasár ... það er bókað!

ég átti svoldið erfitt með að venjast því fyrst að vigta matinn minn alltaf og vera alltaf að elda fyrir sjálfan mig ... þar sem ég má fá ofnsteiktan, soðin eða mat eldaðan upp úr non far cooking spray (Sem er besti vinur minn í augnablikinu!)

Litla systir mín, Andrea, vorkendir mér svo mikið stundum, því henni finnst fara svo lítið á diskinn hjá mér haha! en ég svelt sko alls ekki! borða 6 sinnum yfir daginn og stundum á ég erfitt að klára skammtinn!

fer til hennar Katrínar minna á Fimmtudaginn til að sjá hversu vel ég er búin að standa mig!  hef ekkert farið síðan í byrjun júlí svo ég býst við góðum tölum.
 
og svo fyrsti hittingur með henni Freydísi  saumakonu þá verður ákveðið snið, litur og allar mælingar teknar! svo þá fara hjólinn loksins að snúast


Hjúkkan byrjar líka á föstudaginn ... svo ég þar fað vera extra skipulögð næstu 10 vikurnar!!





Engin ummæli:

Skrifa ummæli